Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 13. apríl 2014 17:37
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho mætti ekki í viðtal: ,,Hann bað mig bara um þetta"
Mourinho nennti ekki í viðtal við BBC.
Mourinho nennti ekki í viðtal við BBC.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, mætti ekki í viðtal við BBC eftir 1-0 sigur liðsins gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Portúgalinn virtist eitthvað pirraður á meðan leik stóð og lenti í hörkurifrildi við Garry Monk, stjóra Swansea, og tókust þeir ekki hendur eftir leikinn. Rauk Mourinho beint inn í klefa.

Þess í stað var aðstoðarþjálfarinn Steve Holland mættur í viðtal, og aðspurður af hverju svaraði hann: ,,Ég veit það ekki. Hann bað mig bara um að gera þetta. Þetta hefur gerst nokkru sinnum á tímabilinu."

Hann bætti svo við: ,,Ég hef verið hérna þrisvar með Chelsea án þess að vinna, þar til í dag. Swansea getur gert manni lífið leitt, þeir eru góðir í að halda boltanum."

,,Þegar staðan er 0-0 eru þeir með alla menn fyrir aftan boltann allan leikinn. Maður þarf að komast í gegnum fjóra varnarmenn, fjóra miðjumenn og einn sóknarmann. Við vorum með algera stjórn á leiknum en þurftum að finna leið í gegn."

,,Við spiluðum í Meistaradeildinni í vikunni, og það var andlega og líkamlega erfiður leikur. Það var erfitt að mæta í þennan leik, en við komumst í gegnum þetta."

,,Titillinn er enn í höndum Manchester City ef þeir vinna alla sína leiki. Við eigum enn eftir undanúrslitaleik í Meitaradeildinni sem við hlökkum til. Chelsea vill spila stóru leikina."

Athugasemdir
banner
banner