Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   þri 13. september 2016 14:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Erfiðasti leikur sem ég hef þurft að spila
Leikmaður 20. umferðar - Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Sigurbergur Elísson.
Sigurbergur Elísson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbergur Elísson er leikmaður 20. umferðar í Inkasso-deildinni. Sigurbergur var öflugur í framlínu Keflvíkinga í 4-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði um helgina en hann skoraði fyrsta markið og var ógnandi allan leikinn.

Elís Kristjánsson, faðir Sigurbergs, lést í síðustu viku eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Sigurbegur segir það hafa verið erfitt að spila leikinn á laugardag.

„Það var virkilega erfitt. Án efa erfiðasti leikur sem ég hef þurft að spila. En eitthvað sem ég vildi gera fyrir hann og fyrir sjálfan mig. Ég var líka búinn að lofa honum 3 stigum þannig að mér fannst ég þurfa að spila þennan leik til þess að ná að kveðja hann fullkomlega," sagði Sigurbegur við Fótbolta.net í dag.

Elís var þjálfari hjá Keflavík um árabil og hans var minnst fyrir leikinn á laugardag.

„Mér brá aðeins þegar við löbbuðum inn á völlinn, "You´ll never walk alone" var spilað honum til heiðurs enda var hann gallharður poolari. Svo var mínútuþögn, erfið stund en liðsfélagar mínir stóðu þétt við bakið á mér."

Sigurbergur segir að 4-0 sigur Keflvíkinga hafi ekki verið jafn auðveldur og tölurnar gefa til kynna. „Nei get ekki sagt það, það var ekki fyrr en við settum annað markið að við náðum algjörum tökum á leiknum. Þá var eins og það kom einhver ró yfir okkur og við náðum góðu spili og héldum boltanum vel, eitthvað sem hefur vantað upp á hjá okkur oft í sumar."

Keflvíkingar eru í 3. sæti í Inkasso-deildinni, átta stigum frá öðru sætinu þegar tvær umferðir eru eftir. Hvað vantaði upp á hjá liðinu til að gera meiri atlögu að því að fara upp í sumar?

„Við höfum ekki náð að klára leikina okkar. Of mörg jafntefli. Við höfum ekki náð að stjórna leikjum nógu vel þegar við eigum að gera það. Það eru svo margir litlir hlutir sem við hefðum getað gert svo miklu betur. Þetta féll bara ekki fyrir okkur í ár á meðan lið eins og KA og Grindavík kláruðu sín verkefni. "

Keflvíkingar hafa að litlu að keppa fyrir síðustu tvær umferðirnar. „Við erum kannski ekki með eitthvað sérstakt markmið það sem eftir er. Við viljum bara klára þetta mót með sóma. Taka þessa leiki sem eftir eru og fara með gott veganesti í fríið," sagði Sigurbergur.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Bestur í 18. umferð - Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Bestur í 17. umferð - Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Bestur í 16. umferð - Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner