Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 03. ágúst 2016 15:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Tikkaði hrottalega inn hjá mörgum
Leikmaður 13. umferðar: Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Gunnlaugur Fannar í leiknum gegn KA.
Gunnlaugur Fannar í leiknum gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við vorum mjög peppaðir fyrir þennan leik eftir gengi okkar undanfarið," sagði Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, varnarmaður Hauka, við Fótbolta.net í dag en hann var frábær í 1-0 sigri liðsins á toppliði KA í Inkasso-deildinni í síðustu viku.

„Við ætluðum að spila taktískt og spila agaða vörn. Við vissum að þeir komu framarlega og við ætluðum að nota skyndisóknir. Það heppnaðist fullkomlega hjá okkur," sagði Gunnlaugur sem átti góðan leik í vörninni.

„Þetta er í fyrsta skipti sem maður fær ekki spjald, svo það er gott," sagði Gunnlaugur léttur í bragði en hann hefur fengið fjögur gul spjöld og eitt rautt í tólf leikjum í sumar.

Haukar komust með sigrinum fjórum stigum frá fallsvæðinu en staðan hefði verið talsvert svartari ef liðið hefði tapað. „Það tikkaði hrottalega inn hjá mörgum leikmönnum. Það var í hausnum á mönnum að við þurftum að fá stig."

Haukar eru eina liðið sem hefur unnið topplið KA í sumar og það hafa þeir gert í tvígang! Þá unnu þeir einnig Keflvíkinga fyrr í sumar.

„Það er eins og menn nái að gíra sig betur upp á móti þessum stóru liðum. Núna ætlum við að reyna að koma okkur í sama gírinn í öllum leikjum."

Gunnlaugur átti gott sumar með Haukum í fyrra og önnur lið sýndu honum í kjölfarið áhuga.

„Maður vissi af einhverjum smá áhuga en það var ekkert til að hoppa á," sagði Gunnlaugur sem fór til Noregs á reynslu síðastliðinn vetur. Hann stefnir á að komast í atvinnumennsku síðar meir.

„Það er markmið flestra sem eru í þessu sporti af alvöru. Það er eitthvað í vinnslu vonandi," sagði Gunnlaugur.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner