Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   þri 26. júlí 2016 09:45
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Maður verður líka að taka þátt í að þrífa upp
Leikmaður 12. umferðar: Einar Orri Einarsson - Keflavík
Einar Orri fagnar marki gegn HK.
Einar Orri fagnar marki gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri í leiknum gegn HK.
Einar Orri í leiknum gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er nokkuð stöðugur 2-3 marka maður á seasoni, en tvö mörk í sama leik er eitthvað sem ég hef aldrei gert," sagði Einar Orri Einarsson, miðjumaður Keflvíkinga, en hann er leikmaður 12. umferðinni í Inkasso-deildinni.

Einar Orri er ekki mikill markaskorari en hann skoraði tvívegis í 3-2 sigri Keflavíkur á HK á fimmtudag. Keflavík hefur gert sex jafntefli í sumar en Einar Orri kom í veg fyrir sjöunda jafnteflið með sigurmarki undir lokin.

„Þau voru svolítið blóðug sum þessara jafntefla þrátt fyrir að í einhverjum þeirra áttum við ekki skilið meira en eitt stig. Stigunum tveimur var til dæmis stolið af okkur fyrir norðan á 90. mínútu og í einhverjum hafa góð færi farið forgörðum seint í leikjum."

Einar Orri var að íhuga að fara frá Keflavík síðastliðið haust en á endanum gerði hann nýjan samning við félagið.

„Það er alltaf fínt að setjast niður og skoða sýn mál, innst inni var ég nokkuð viss um að ég yrði áfram í Keflavík. Erfitt að skilja við klúbbinn sinn eftir skituna síðasta sumar, maður átti líka sinn þátt í því þannig maður verður líka að taka þátt í að þrífa upp eftir sig."

Keflavík er í dag með þrjá skoska leikmenn innan sinna raða. Marc McAusland kom fyrir tímabilið og í þessum mánuði bættust þeir Stuart Carswell og Craig Reid við hópinn.

„Marc er nátturlega búinn að vera lengur en hinir tveir. Hann er topp drengur bæði innan og utan vallar. Hinir peyjanir virka fínt á mig, skemmtilegir og vonandi hjálpa okkur í baráttunni um Pepsi."

Keflavík er í dag í 4. sæti í Inkasso-deildinni, tveimur stigum frá Grindvíkingum sem eru í 2. sætinu. Einar Orri er bjartsýnn á að Keflavík geti farið upp um deild.

„Ég tel okkur eiga fína möguleika. Það er nóg eftir af þessu móti og ekki skemmir það fyrir að ég sé byrjaður að henda í tvennur, reikna að minnsta kosti með einni þannig í viðbót," sagði Einar léttur í bragði að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner