Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   þri 12. júlí 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Völtuðum yfir þá með grindvíska lognið
Leikmaður 9. umferðar - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Alexander Veigar Þórarinsson (til vinstri).
Alexander Veigar Þórarinsson (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Alexander kom aftur til Grindvíkinga í vor.
Alexander kom aftur til Grindvíkinga í vor.
Mynd: Grindavík
„Við spiluðum þennan leik gríðarlega vel. Við völtuðum gjörsamlega yfir þá í seinni hálfleik með grindvíska lognið í bakinu eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik," sagði Alexander Veigar Þórarinsson við Fótbolta.net í dag.

Alexander er leikmaður 9. umferðar í Inkasso-deildinni en hann var frábær í 5-0 sigri á Þór um síðustu helgi.

„Ég var mjög ánægður með hvernig við náðum að keyra á þá allan tímann í staðinn fyrir að reyna að halda fengnum hlut. Við höfum brennt okkur á því í sumar," sagði Alexander um leikinn.

Grindavík var fyrir leikinn fimm stigum á eftir Þórsurum en bilið minnkaði um helgina.

„Það var mjög mikilvægt að ná í þrjá punkta og sérstaklega gegn liðinu í öðru sæti. Við þurftum á þessu að halda eftir þrjá leiki þar sem við spiluðum ekki nægilega vel," sagði Alexander en hann er ekki ánægður með að Grindavík sé með 17 stig eftir níu umferðir.

„Ég get ekki sagt að við séum ánægðir með það, en ef við náum að enda fyrri umferðina á þremur sigrum í röð þá getum við verið þokkalega sáttir."

Alexander hefur undanfarin ár leikið með Þrótti en hann flutti til Danmerkur síðastliðið haust. Hann ákvað síðan í vor að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Grindavík.

„Ég hafði samband við Grindvíkinga í vor þegar ég flutti heim frá Danmörku og eftir það var ekki aftur snúið. Mér leist það vel á hugmyndir þjálfaranna og á hópinn að ekki kom annað til greina. Einnig hentaði Grindavík vel upp á vinnu og nálægð við fjölskyldu og vini."

Grindavík á hörkuleik fyrir höndum í kvöld en þá mætir topplið KA í heimsókn.

„Það er stórleikur í kvöld þar sem tvö lið mætast, sem ætla sér að vera í toppbaráttunni í allt sumar. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur á heimavelli og gefum okkur alla í það verkefni. Ég hvet alla Grindvíkinga til að halda áfram að styðja við okkur og mæta með látum í kvöld á mikilvægasta leik sumarsins til þessa," sagði Alexander.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner