Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Gunnar Örvar Stefánsson er leikmaður 4. umferðar í Inkasso-deildinni hjá Fótbolta.net. Gunnar Örvar átti magnaða innkomu í lið Þórs gegn Haukum um helgina. Gunnar kom inn á sem varamaður eftir hálftíma leik en hann skoraði tvö mörk og hjálpaði Þórsurum að landa 4-2 sigri.
Þórsarar eru nú komnir með sjö stig eftir að hafa áður tapað fyrsta leik sumarsins. Gunnar Örvar segir að liðið stefni á að fara upp í Pepsi-deildina.
Þórsarar eru nú komnir með sjö stig eftir að hafa áður tapað fyrsta leik sumarsins. Gunnar Örvar segir að liðið stefni á að fara upp í Pepsi-deildina.
„Við erum með alveg frábært lið og við stefnum að sjálfsögðu á að fara upp eins og kannski 4-5 lið önnur lið í þessari deild. Ef menn haldast nokkurvegin heilir og við höldum áfram að spila okkar leik þá hef ég fulla trú á að við náum okkar markmiðum," sagði Gunnar Örvar við Fótbolta.net.
Gunnar Örvar fór til Ítalíu um áramótin þar sem hann spilaði með Vado í Serie D áður en hann kom aftur til Þórs í vor.
„Dvölin á Ítalíu var alveg virkilega góð, mjög lærdómsríkur tími sem ég fékk þarna, sem ég græddi mikið á bæði innan vallar sem utan," sagði Gunnar sem segir mun á boltanum á Íslandi og Ítalíu.
„Munurinn er aðallega að það er spilaður meiri fótbolti á jörðinni, maður hefur vanist því aðeins hérna heima að það er spilað svolítið kick and run."
Gunnar spilaði einnig í nokkra mánuði í Noregi árið 2014 og hann hefur hug á að leika aftur erlendis. „Já alveg klárlega. Maður stefnir á að fara aftur út í framtíðinni. En eins og er þá er ég bara hugsa um tímabilið hér heima."
Gunnar Örvar er uppalinn KA maður en hann ákvað að ganga til liðs við erkifjendurna í Þór fyrir síðasta tímabil.
„Það að fara í Þór finnst mér hafa verið hárrétt ákvörðun, maður er í þessu til að spila og ég fékk ekki þann spilatíma sem mér fannst ég eiga skilið hjá KA svo þetta nokkuð einföld ákvörðun," sagði Gunnar sem fær reglulega skot á sig fyrir félagaskiptin.
„Það er alltaf eitthvað af skotum á mann fyrir það, margir af mínum bestu vinum eru KA menn og þeir eru frekar duglegir að skjóta á mann stundum."
Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso deild karla fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.
Sjá einnig:
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir