Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 22. ágúst 2016 18:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Veðrið stundum erfitt
Bestur í 17. umferð - Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Rodrigo Gomes Mateo fagnar marki fyrr í sumar.
Rodrigo Gomes Mateo fagnar marki fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður því leikurinn við HK var mjög erfiður," segir Rodrigo Gomes Mateo, miðjumaður Grindvíkinga, en hann er leikmaður umerðarinnar í Inkasso-deildinni.

Rodrigo var í stuði í 4-0 sigri Grindvíkinga á HK á laugardaginn. Staðan var 2-0 fram í viðbótartíma en þá kláruðu Grindvíkingar leikinn með tveimur mörkum.

Grindvíkingar eru komnir með annan fótinn upp í Pepsi-deildina en þeir eru á toppnum í Inkasso-deildinni, ellefu stigum á undan 3. sætinu, þegar fimm umferðir eru eftir.

„Það getur allt gerst í fótbolta en við hugsum bara um næsta leik og að ná í þrjú stig til viðbótar," sagði Rodrigo. „Veturinn var mjög erfiður fyrir okkur en við vissum að við gætum barist um að fara upp."

Grindvíkingar hafa skorað 44 mörk í 17 leikjum í sumar og spilamennska liðsins hefur verið frábær.

„Ég tel að lykillinn að velgengni okkar sé að við spilum góðan fótbolta. Varnarvinnan er líka lykill því að við vinnum mjög vel án bolta."

Rodrigo er á sínu öðru tímabili með Grindavík en hann lék með Sindra í 2. deildinni árið 2014. Spánverjinn kann vel við lífið í Grindavík.

„Ég kann vel við mig þar. Það er rólegt og ekkert stres. Fólkið hér er mjög vingjarnlegt. Veðrið er bara stundum svolítið erfitt," sagði Rodrigo og hló.

Rodrigo vonast til að leika áfram með Grindvíkingum á næsta ári. „Ég vona það. Ég á ennþá eitt ár eftir af samningi mínum við Grindavík."

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 16. umferð - Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner