Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fim 07. júlí 2016 14:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Bestur í Inkasso - Veit ekkert hvað gerist í haust
Ásgeir Sigurgeirsson - KA
Ásgeir í baráttunni í Selfoss leiknum.
Ásgeir í baráttunni í Selfoss leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ásgeir er í láni frá Stabæk.
Ásgeir er í láni frá Stabæk.
Mynd: Heimasíða KA
„Við vissum að Selfoss leikurinn myndi verða erfiður og þeir hafa sýnt það í sumar að þeir geta unnið alla. Þannig við þurftum að eiga mjög góðan leik til þess að ná í einhver stig í þessum leik, sem við gerðum. Það var það mjög mikilvægt þar sem að líklegt er að önnur lið tapa stigum á þessum velli. Við sköpuðum nokkur góð færi í þessum leik en það má samt ekki gleyma að við vörðumst vel sem lið og náðum að halda hreinu," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA um 2-0 sigur liðsins á Selfossi um síðustu helgi.

Ásgeir er leikmaður 8. umferðar Inkasso deildarinnar en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í leiknum en leikmaðurinn er í láni hjá KA frá norska liðinu Stabæk en hann er tvítugur Húsvíkingur. Hann hefur spilað sex leiki með KA og skorað í þeim fjögur mörk og er því sáttur við byrjunina sína á Akureyri.

„Ég er nokkuð ánægður með byrjunina mina hjá KA, ég er búinn að komast vel inn í hópin og allir tekið vel á móti manni síðan að maður kom og það er engin spurning að það hjálpar manni mikið inn á vellinum."

Mikil pressa var á KA að ná árangri í Inkasso deildinni en mikið af nýjum, sterkum leikmönnum kom í hópinn. Ásgeiri finnst fínt að hafa pressu á sér og liðinu.

„Ef maður vill ná árangri þá kemur alltaf pressa á mann og það er þannig í þessu líka, mér finnst við hafa höndlað hana mjög vel sem hópur og okkar leikur hefur verið stígandi í allt sumar og það mun vonandi halda þannig áfram."

Eins og áður segir er Ásgeir samningsbundinn Stabæk en hann er ekki viss hvað tekur við eftir tímabilið.

„Tíminn hjá var Stabæk var mjög lærdómsríkur bæði innan og utan vallar, ég lenti í erfiðum meiðslum fljótlega og studdu þeir vel við bakið á mér á þeim tíma. Ég var með góða þjálfara þar og finnst ég hafa lært mikið á þessum tíma úti. Mér fannst ég þurfa að breyta aðeins til eftir meiðslin og koma mér almennilega í gang og fannst mér KA strax mjög áhugavert og það hefur alls ekki valdið vonbrigðum."

„Ég veit í raun og veru ekkert hvað gerist í haust, ég veit að Stabæk fylgist með mér en ég er ekkert upptekin af því núna, ég er í KA út tímabilið og fókusa bara á það. Svo kemur hitt í ljós síðar," sagði Ásgeir að lokum."

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 7. umferð Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner