„Það var mjög sætt að sjá þriðja markið koma þarna í lokin. Það var þungu fargi af manni létt," segir Hilmar Freyr Bjartþórsson, leikmaður Leiknis Fáskrúðsfjarðar, um 3-2 sigur liðsins á Fram en sigurmarkið kom á lokasekúndunum. „Við áttum þennan sigur skilið. Mér fannst við vera með yfirhöndina meiri hlutann af leiknum."
Hilmar Freyr er leikmaður 16. umferðar í Inkasso-deildinni en hann skoraði tvívegis í leiknum á mánudag.
Hilmar Freyr er leikmaður 16. umferðar í Inkasso-deildinni en hann skoraði tvívegis í leiknum á mánudag.
„Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Því miður hafa þeir ekki verið of margir í sumar en ég held að þetta kveiki í okkur og við náum klárlega í fleiri sigra."
Leiknismenn komu upp úr 2. deildinni í fyrra og eru að leika í fyrsta skipti í 1. deildinni.
„Töflulega séð erum við ekkert að gera of góða hluti, en burt séð frá því þá hefur þetta verið mjög skemmtilegt og krefjandi tímabil. Það býr mikið í þessu Leiknis liði og mér finnst við hafa verið mjög óheppnir í mörgum leikjum. Margir leikir tapast með einu marki þar sem mér finnst við ekkert endilega hafa verið slakari aðilinn."
Leiknir er eftir sigurinn á mánudag með 12 stig á botninum í 1. deildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti.
„Eins og staðan er núna eigum við alveg góða möguleika á að halda okkur uppi, en til þess að það sé hægt þurfum við að mæta í hvern og einn einasta leik klárir í slaginn. Maður hefur séð það á þessu tímabili að það geta allir unnið alla, svo af hverju ættum við ekki að geta náð í nokkra sigra svona í blálokin og haldið okkur uppi? Ég hef trú á þessu."
Hilmar gat ekki fagnað sigrinum lengi eftir leikinn á mánudag því hann fór beint í að landa makríl.
„Ég fór beint í vinnu eftir leikinn, leikurinn var búinn 19:15 sirka og það var mæting hjá mér klukkan 8. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að fagna hratt og innilega og drífa sig svo af stað í vinnu. Það var ekkert svo erfitt að fara beint í vinnu eftir leik. Ég held að sigurvíman hafi bælt niður þreytuna."
Næsti leikur Fáskrúðsfirðinga er gegn Haukum á útivelli á laugardag. Er ekki lífsnauðsynlegt fyrir Leikni að ná í stig þar?
„Það er svo sem hægt að horfa á það þannig. En ég held að við verðum bara að halda ró okkar og reyna að mæta bara vel stemmdir í hvern leik og þá er allt hægt. En að sjálfsögðu styttist í að þetta tímabil taki enda og við þurfum einhver stig í viðbót til þess að tryggja öruggt sæti. Vonandi tekst okkur það," sagði Hilmar.
Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.
Sjá einnig:
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir