Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fim 14. júlí 2016 11:45
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í Inkasso: Tekur á hjarta og sál að fá á sig mark seint
Leikmaður 10. umferðar - Sveinn Fannar Sæmundsson - Fjarðabyggð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég var mjög sáttur með hvernig við náðum að nýta okkur veikleika Fram, við náðum ekki að gera það nóg í fyrri hálfleiknum en í þeim seinni fengum við nokkur góð færi. Vörnin gaf heldur ekkert eftir í baráttunni við Bubalo," sagði kantmaður Fjarðabyggðar, Sveinn Fannar Sæmundsson við Fótbolta.net.

Sveinn Fannar er leikmaður 10. umferðar í Inkasso-deildinni en hann átti skínandi leik í 2-1 sigri liðsins á Fram á heimavelli.

Fyrri hálfleikurinn hundleiðinlegur
„Að mínu mati fannst mér fyrri hálfleikurinn hundleiðinlegur. Boltinn var heldur mikið í loftinu og alls ekki mikið af færum. Seinni hálfleikurinn var mun skemmtilegri og spilið mun hraðara hjá báðum liðum," sagði Sveinn en markalaust var í hálfleik en hann var ánægður með spilamennsku liðsins í leiknum heilt yfir.

„Við tókum svona að mestu yfir seinni hálfleikinn og settum þessi tvö mörk á skömmum tíma og spiluðum nokkuð skynsamlega eftir það. Það var bara klaufaskapur hjá okkur að halda ekki hreinu."

„Ég er þokkalega sáttur með fína frammistöðu. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekkert sérstakur því boltinn var mikið í loftinu og færðist illa á milli kanta en í þeim seinni náðum við honum niður og vorum að spila þrusuvel og við kantararnir vorum meira í boltanum. Hefði líklega átt að skora annað mark þegar Fannar kemur með hann inn fyrir á mig en skeit illa í því færi en maður á þá bara inni."

Alls ekki spilað illa
Fjarðabyggð eru eftir sigurinn í 9. sæti deildarinnar með 10 stig, jafn mörg stig og HK. Sveinn segir að sigurinn geri mikið fyrir liðið.

„Við höfum verið nálægt sigri nokkrum sinnum en einhvernveginn klúðrað því niður í jafntefli eða tap. Það tekur alltaf á mannskapinn og því var það ákveðinn léttir að sigla þessum þrem stigum heim," sagði Sveinn sem finnst að miðað við spilamennskuna í sumar eigi liðið að vera með fleiri stig. Það vanti hinsvegar að klára leikina.

„Við höfum fengið nóg af færum og alls ekki spilað illa í flestum þeim leikjum sem við höfum tapað eða gert jafntefli og það tekur rosalega á hjartað og sál að fá á sig mark eða mörk seint í leik."

„Markmiðið er að koma sér úr fallbaráttunni og dragast ekki aftur í hana. Við erum ekki langt frá næstu liðum og næstu leikur eru mjög mikilvægir. Það virðist hvað sem er geta gerst í þessari deild og við förum ekki í neina leiki með það hugarfar að við séum einungis að spila upp á stigið."

Fjarðabyggð heimsækir Hauka heim í næstu umferð en bæði lið eru fyrir neðan miðju í deildinni. Sigur þar myndi lyfta Fjarðabyggð upp um nokkur sæti.

„Það væri mjög fínt að enda fyrri hluta tímabilsins á sigri, næstu þrír leikir eru við lið sem eru mjög nálægt okkur í deildinni og því mikilvægt að ná stigum í þeim leikjum. Við getum komist upp fyrir Hauka á laugardaginn og við stefnum auðvitað á það en við vitum að þetta verður erfiður leikur því þeir eru í sömu sporum og við í deildinni," sagði Sveinn Fannar að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner