Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Serbinn Aleksandar Trninic skoraði tvívegis þegar KA vann Leikni Fáskrúðsfirði 4-0 í 15. umferð Inkasso-deildarinnar. Seinna mark hans var hreint út sagt magnað en það gerði hann með ótrúlegri þrusuneglu.
Trninic er leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni en KA-menn tóku skemmtilegt viðtal við hann í tilefni þess. Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan ásamt markinu magnaða.
„Við lékum virkilega vel og það var ánægjulegt að ná þessum mörkum eftir að hafa farið illa með færin í leiknum á undan," segir Trninic.
Athyglisvert er að eftir að hafa spilað með Nike bolta í sumar þá voru Select boltar í þessum leik en Trninic segir þá henta sér sér betur.
„Fyrir tímabilið var ég spurður að því hvor týpan mér líkaði betur og ég sagði Select en fleiri í liðinu völdu Nike. Þegar ég heyrði að í þessum leik yrði leikið með Select var ég ánægður og sagði: Treystu mér, ég er 100% að fara að skora."
Hvernig hefur verið að aðlagast lífinu á Íslandi?
„Fyrir mig hefur þetta verið fullkomið. Þetta er mjög rólegt og frábært fyrir mig og mína fjölskyldu eftir að hafa verið í Belgrad þar sem allt er svo stórt. Við höfum allt til alls hérna," segir Trninic sem hefur spilað betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið.
„Minn leikstíll er aðeins öðruvísi en er spilaður hérna. Ég átti í smá vandræðum í byrjun að finna jafnvægið en síðustu fimm til sex leikir hafa gengið vel og ég spila alltaf betur og betur. Nú er komið að því að halda áfram á sömu braut."
KA er á toppi Inkasso-deildarinnar en liðið mætir Keflavík á útivelli í kvöld. Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.
Sjá einnig:
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir