Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 16. ágúst 2016 10:40
Elvar Geir Magnússon
Bestur í Inkasso: Treystu mér - Ég skora 100%
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Trninic gekk í raðir KA fyrir tímabilið.
Trninic gekk í raðir KA fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Serbinn Aleksandar Trninic skoraði tvívegis þegar KA vann Leikni Fáskrúðsfirði 4-0 í 15. umferð Inkasso-deildarinnar. Seinna mark hans var hreint út sagt magnað en það gerði hann með ótrúlegri þrusuneglu.

Trninic er leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni en KA-menn tóku skemmtilegt viðtal við hann í tilefni þess. Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan ásamt markinu magnaða.

„Við lékum virkilega vel og það var ánægjulegt að ná þessum mörkum eftir að hafa farið illa með færin í leiknum á undan," segir Trninic.

Athyglisvert er að eftir að hafa spilað með Nike bolta í sumar þá voru Select boltar í þessum leik en Trninic segir þá henta sér sér betur.

„Fyrir tímabilið var ég spurður að því hvor týpan mér líkaði betur og ég sagði Select en fleiri í liðinu völdu Nike. Þegar ég heyrði að í þessum leik yrði leikið með Select var ég ánægður og sagði: Treystu mér, ég er 100% að fara að skora."

Hvernig hefur verið að aðlagast lífinu á Íslandi?

„Fyrir mig hefur þetta verið fullkomið. Þetta er mjög rólegt og frábært fyrir mig og mína fjölskyldu eftir að hafa verið í Belgrad þar sem allt er svo stórt. Við höfum allt til alls hérna," segir Trninic sem hefur spilað betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið.

„Minn leikstíll er aðeins öðruvísi en er spilaður hérna. Ég átti í smá vandræðum í byrjun að finna jafnvægið en síðustu fimm til sex leikir hafa gengið vel og ég spila alltaf betur og betur. Nú er komið að því að halda áfram á sömu braut."

KA er á toppi Inkasso-deildarinnar en liðið mætir Keflavík á útivelli í kvöld. Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner