Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   þri 16. ágúst 2016 10:40
Elvar Geir Magnússon
Bestur í Inkasso: Treystu mér - Ég skora 100%
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Trninic gekk í raðir KA fyrir tímabilið.
Trninic gekk í raðir KA fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Serbinn Aleksandar Trninic skoraði tvívegis þegar KA vann Leikni Fáskrúðsfirði 4-0 í 15. umferð Inkasso-deildarinnar. Seinna mark hans var hreint út sagt magnað en það gerði hann með ótrúlegri þrusuneglu.

Trninic er leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni en KA-menn tóku skemmtilegt viðtal við hann í tilefni þess. Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan ásamt markinu magnaða.

„Við lékum virkilega vel og það var ánægjulegt að ná þessum mörkum eftir að hafa farið illa með færin í leiknum á undan," segir Trninic.

Athyglisvert er að eftir að hafa spilað með Nike bolta í sumar þá voru Select boltar í þessum leik en Trninic segir þá henta sér sér betur.

„Fyrir tímabilið var ég spurður að því hvor týpan mér líkaði betur og ég sagði Select en fleiri í liðinu völdu Nike. Þegar ég heyrði að í þessum leik yrði leikið með Select var ég ánægður og sagði: Treystu mér, ég er 100% að fara að skora."

Hvernig hefur verið að aðlagast lífinu á Íslandi?

„Fyrir mig hefur þetta verið fullkomið. Þetta er mjög rólegt og frábært fyrir mig og mína fjölskyldu eftir að hafa verið í Belgrad þar sem allt er svo stórt. Við höfum allt til alls hérna," segir Trninic sem hefur spilað betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið.

„Minn leikstíll er aðeins öðruvísi en er spilaður hérna. Ég átti í smá vandræðum í byrjun að finna jafnvægið en síðustu fimm til sex leikir hafa gengið vel og ég spila alltaf betur og betur. Nú er komið að því að halda áfram á sömu braut."

KA er á toppi Inkasso-deildarinnar en liðið mætir Keflavík á útivelli í kvöld. Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner