Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 05. september 2016 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Hef ekkert rætt um framhaldið
Bestur í 19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni um helgina með 1-0 sigri á Fjarðabyggð. Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark leiksins og hann er leikmaður 19. umferðar í Inkasso-deildinni. Andri og félagar fögnuðu sigrinum vel og lengi á laugardag.

„Fögnuðurinn var geggjaður. Við vorum heillengi inn í klefa eftir leik og færðum okkur svo yfir í félagshúsið með stuðningsmönnum og aðstandendum," sagði Andri við Fótbolta.net í dag en hefur sumarið hjá Grindavík ekki verið draumi líkast?

„Jú, það mætti segja það, en samt hefur maður alltaf haft tilfinningu fyrir þessu. Við höfum verið það einbeittir og spilað það vel að ég held að flestir í liðinu hafi haft trú á því að þetta myndi takast."

Andri ákvað að fara frá Víkingi R. í Grindavík á láni í upphafi móts. „Ég er mjög ánægður að hafa tekið þetta skref. Þetta gerðist líka frekar hratt allt. Milos (Milojevic, þjálfari Víkings) hringdi í mig daginn áður en að glugginn lokaði og klukkutíma síðar hitti ég Óla Stefán (Flóventsson, þjálfara Grindavíkur) og við gengum frá þessu það kvöld."

Andri veit ekki hvort hann leiki áfram með Grindavík eða hvort hann fari aftur í Víking eftir tímabilið.

„Ég hef eiginlega ekki komist svo langt að spá í því, ég er ennþá samningsbundinn Víkingum og hef hvorki rætt við þá né Grindvíkinga um framhaldið," sagði Andri.

Þrjár umferðir eru eftir í Inkasso-deildinni en Grindvíkingar eru stigi á eftir KA. Liðin eiga eftir að mætast innbyrðis og framundan er hörkubarátta um að vinna deildina.

„Að sjálfsögðu verðum við að reyna það. Það eru þrjá umferðir eftir og það væri gaman að fara í leikinn við KA sem einhverskonar úrslitaleik," sagði Andri.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 18. umferð - Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Bestur í 17. umferð - Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Bestur í 16. umferð - Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner