Króatíski framherjinn Ivan Bubalo er leikmaður 5. umferðar í Inkasso-deildinni hjá Fótbolta.net. Bubalo skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Fram á Leikni Fáskrúðsfirði á laugaradginn.
„Ég var mjög sáttur við hans frammistöðu. Hann skoraði þessi tvö mörk og gerði það sem við þurftum á að halda," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net í dag.
Bubalo er markahæstur í Inkasso-deildinni með fjögur mörk en hann er kominn í gang eftir rólega byrjun.
„Við vorum búnir að kynna okkur hann ágætlega og vitum að hann á að geta þetta. Svo var spurning um að ná þessu fram hér á landi og þetta er aðeins að komast í gang hjá honum."
„Hann er að fara í fyrsta skipti út fyrir Króatíu. Það kom manni ekki á óvart að það tæki smá tíma til að aðlagast aðstæðum. Þetta er öðruvísi bolti en hann er vanur. Mér finnst hann vera á réttri leið en ég vonast til að hann eigi meira inni."
Bubalo kom til Fram í vor ásamt Dino Gavric og Ivan Parlov en þeir eru allir frá Króatíu.
„ Stanislav Vidakovic, sem spilaði hjá Fjölni er umboðsmaður Bubalo. Það eru króatískir umboðsmenn úti sem er í góðu sambandi hingað heim eftir að hafa spila hér, meðal annars hjá mér. Þeir bentu okkur á þessa leikmenn og okkur leist vel á þessa sem komu til okkar," sagði Ásmundur.
Hér að neðan má sjá mörkin sem Bubalo skoraði í leiknum á laugardaginn.
Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso deild karla fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.
Sjá einnig:
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir