Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Bellamy: Við eigum þetta skilið
Craig Bellamy
Craig Bellamy
Mynd: Getty Images
Craig Bellamy, framherji Cardiff City í Wales, var eins og allir liðsfélagar hans, hæstánægður er ljóst var að liðið kæmi til með að leika í ensku úrvalsdeildinni næsta haust.

Cardiff gerði markalaust jafntefli við Charlton Athletic í kvöld, en það nægði liðinu til að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Hull City tapaði og sama gerði Watford. Það þýðir að Cardiff er með sjö stiga forskot í fyrsta sætinu þegar þrír leikir eru eftir.

Bellamy gekk til liðs við Cardiff síðasta sumar er hann kom frá Liverpool og lýsti yfir ánægju sinni að fara upp með liðinu sem hann hélt upp á í æsku.

,,Það er svo gott að geta farið og deilt þessu með öllu fólkinu sem ég elska. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Bellamy.

,,Við vildum reyna að vinna leikinn og klára þetta dæmi bara, en Charlton var líka að berjast fyrir einhverju. Það er gott að vera kominn í mark, við eigum skilið að fara í efstu deild og það er ekki hægt að deila um það," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner