Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Framkvæmdastjórinn um framtíð Alonso: Hann fer til Real Madrid
Alonso spilaði fyrir Real Madrid, Liverpool, FC Bayern og Real Sociedad á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.
Alonso spilaði fyrir Real Madrid, Liverpool, FC Bayern og Real Sociedad á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.
Mynd: EPA
Magnaður árangur Xabi Alonso við stjórnvölinn hjá Bayer Leverkusen hefur ekki farið framhjá neinum í fótboltaheiminum enda er hann eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir.

Alonso hefur þó tilkynnt að hann muni vera áfram hjá Leverkusen á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikinn áhuga frá stærstu liðum Evrópu.

Leverkusen er enn ósigrað í öllum keppnum á yfirstandandi tímabili og er á góðri leið með að skrifa sig rækilega inn í fótboltasögubækurnar á sögulegri leiktíð fyrir félagið.

Leverkusen er nú þegar búið að vinna þýsku deildina í fyrsta sinn í sögu sinni, eftir ellefu ára einokun FC Bayern, auk þess að vera í góðri stöðu í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Fernando Carro, framkvæmdastjóri Leverkusen, var í viðtali í El Larguero hlaðvarpinu og var spurður út í framtíð Alonso, sem er samningsbundinn Leverkusen til sumarsins 2026.

„Ég hef engar efasemdir um að Xabi Alonso muni taka við stjórn á Real Madrid einn daginn. Ég er viss um það. Eina sem ég veit ekki er hvenær það gerist, en ég veit að það mun gerast. Treystið mér, ég er viss," sagði Carro meðal annars í hlaðvarpinu.

„Það eru einnig góðar líkur á að hann muni taka við Liverpool eða Bayern á ferlinum. Hann fær leyfi frá okkur til að ræða við félög sem hann spilaði fyrir á ferli sínum sem leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner