Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 18. október 2014 10:20
Elvar Geir Magnússon
Dani Alves samþykkir að fara í Man Utd
Powerade
Dani Alves í enska boltann?
Dani Alves í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Meiðsli eru að hrjá Costa.
Meiðsli eru að hrjá Costa.
Mynd: Getty Images
Pelle æfði samkvæmisdans.
Pelle æfði samkvæmisdans.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er mjög þéttur og skemmtilegur þó við segjum sjálfir frá! Að vanda er það BBC sem tók saman það helsta sem er í gangi í ensku slúðurblöðunum.

Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves (31) hefur samþykkt að ganga í raðir Manchester United á frjálsri sölu þegar samningur hans við Barcelona rennur út næsta sumar. (Daily Express)

Alan Irvine, stjóri West Brom, hefur varað áhugasama við því að enski U21-landsliðssóknarmaðurinn Saido Berahino (21) sé virði meira en 15 milljóna punda. (Daily Mail)

Tyrkneski landsliðsvarnarmaðurinn Semih Kaya (23) hjá Galatasaray vill frekar fara til Manchester United en Atletico Madrid en hann hefur verið orðaður við bæði lið. (Daily Mirror)

Belgíski miðjumaðurinn Adnan Januzaj hjá Manchester United (19) er ákveðinn í því að festa sig í sessi í byrjunarliði Louis van Gaal en varamannabekkurinn hefur verið hans staður það sem af er tímabili.(Daily Mail)

Manchester United hefur áhuga á að fá varnarmanninn Ryan Shawcross (27) aftur en hann var í unglingaliði félagsins. Stoke segir að leikmaðurinn sé ekki til sölu en hann er fyrirliði félagsins. (Manchester Evening News)

Neil Lennon, nýr stjóri Bolton Wanderers, hefur staðfest að hann hafi áhuga á að fá Kris Commons frá sínu fyrrum félagi, Celtic í Skotlandi. (Daily Record)

Ched Evans hefur fengið samningstilboð um tveggja ára samning hjá Sheffield United eftir að hafa losnað úr fangelsi. Evans spilaði með Sheffield áður en hann var settur inn eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun. (The Sun)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Roy Hodgson þurfi að vinna að því að endurheimta traust Raheem Sterling (19). Rodgers telur að Hodgson hafi svikið leikmanninn með því að leka því út að leikmaðurinn hafi talið sig of þreyttan til að spila. (The Sun)

Sóknarmaðurinn Diego Costa (26) hjá Chelsea gæti þurft þriggja vikna hvíld til að jafna sig af meiðslum aftan í læri. Meiðslin versnuðu við æfingar í vikunni. (Daily Telegraph)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, líkir því að horfa á Sergio Aguero spila fyrir Manchester City við það að hlosta á tónlist Mozart. (Daily Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist vilja skrifa undir nýjan sex ára samning á Stamford Bridge. (Daily Telegraph)

Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, sem hefur verið frá í þrjár vikur gæti leikið gegn West Brom á mánudag. Hann þarf þá að spila með sérstakt magabelti sem veitir honum vörn. (Daily Express)

Harry Redknapp, stjóri QPR, segist ekki finna fyrir aukinni pressu eftir að Les Ferdinand var ráðinn sem yfirmaður fótboltaaðgerða hjá félaginu. Honum finnst starfstitillinn þó heimskulegur. (Independent)

Swansea íhugar að banna leikmönnum að ferðast í Afríkukeppnina vegna ótta við ebólufaraldurinn. Félagið er mótfallið því að Wilfried Bony spili með Fílabeinsströndinni í næstu viku. (Daily Express)

Steve Bruce hefur staðfest að Hull hafi reynt að fá Danny Welbeck frá Manchester United áður en sóknarmaðurinn gekk í raðir Arsenal. (Hull Daily Mail)

Real Madrid mun hvíla Sergio Ramos á miðvikudaginn þegar liðið mætir Liverpool. Madrídingar vilja hafa hann kláran í El Clasico, leikinn gegn Barcelona, sem er eftir viku en varnarmaðurinn er meiddur á kálfa. (Marca)

Chris Waddle, fyrrum miðjumaður Tottenham, segir að félagið hafi ekki átt vel heppnað miðvarðapar síðan Ledley King hætti. (Evening Standard)

Graziano Pelle (29), sóknarmaður Southampton og Ítalíu, hætti að æfa samkvæmisdansa til að einbeita sér að fótboltaferlinum. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner