Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. desember 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
5 dagar til jóla - Heimsliðið: Miðjumaður...
Toni Kroos
Rúnar velur Kroos.
Rúnar velur Kroos.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Rúnar Kristinsson er einn besti miðjumaðurinn í sögu Íslands. Hann velur Toni Kroos á miðjuna í heimsliðinu.

,,Frábær leikmaður. Tapar varla bolta og klikkar varla á sendingu auk þess að vera vinnusamur. Getur skorað mörk og búið til mörk," segir Rúnar um Kroos.

,,Varð heimsmeistari með Þjóðverjum í sumar. Var frábær með Bayern á síðasta tímabili og er að gera frábæra hluti með Real Madrid eftir að hafa komið þangað. Hann er sigurvegari."



Miðjumaður: Toni Kroos, Real Madrid
24 ára - Hefur unnið marga titla á ferlinum miðað við ungan aldur.

Fimm staðreyndir um Kroos:
- Felix Kroos, yngri bróðir Toni, spilar með Werder Bremen.

- Faðir þeirra, Roland, er þjálfari hjá yngri flokkum Hansa Rostock.

- Kroos var ekki mikill námsmaður og skrópaði oft á yngri árum.

- Kroos þótti þó vera góður í líffræði í skóla.

- Jessica Farber er unnusta Kroos en þau eiga soninn Leon.

Maður sem býr til mörk


Sjá einnig:
Miðjumaður: Daniele De Rossi
Vinstri bakvörður: David Alaba
Miðvörður: Vincent Kompany
Miðvörður: John Terry
Hægri bakvörður: Philipp Lahm
Markvörður: Manuel Neuer
Þjálfari: Joachim Löw
Athugasemdir
banner
banner