Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 15. desember 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
9 dagar til jóla - Heimsliðið: Miðvörður...
John Terry
Daníel er mikill aðdáandi Terry.
Daníel er mikill aðdáandi Terry.
Mynd: Fótbolti.net
Mikill leiðtogi.
Mikill leiðtogi.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Daníel Laxdal var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í sumar. Hann velur fyrri miðvörðinn í heimsliðinu en sá leikmaður kemur úr Chelsea.

,,Ég vel konunginn John Terry. Ég þurfti ekki að hugsa þetta lengi en er kannski smá litaður enda spilar hann fyrir mitt lið í enska boltanum," sagði Daníel.

,,Grjótharður leiðtogi sem leggur sig alltaf 100% fram, frábær varnalega og mjög hættulegur í föstum leikatriðum."



Miðvörður: John Terry, Chelsea
34 ára - Hefur spilað allan sinn feril með Chelsea og verið fyrirliði í áraraðir.

Fimm staðreyndir um Terry:

- Þegar Terry var yngri var hann stuðningsmaður Manchester United

- Eldri bróðir hans, Paul, er einnig atvinnumaður í fótbolta. Hann spilar í dag með Thurrock í ensku utandeildinni.

- Terry á tvíbura með eiginkonu sinni Toni en þeir fæddust árið 2006.

- Terry er mjög hjátrúafullur en hann er með 50 atriði sem hann gerir eins fyrir hvern leik.

- Terry er einn af fáum leikmönnum sem hafa fengið meira en eina milljón punda fyrir ævisögu sína.

Fyrirliði og leiðtogi:


Sjá einnig:
Hægri bakvörður: Philipp Lahm
Markvörður: Manuel Neuer
Þjálfari: Joachim Löw
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner