Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 16. desember 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
8 dagar til jóla - Heimsliðið: Miðvörður...
Gulli er mikill aðdáandi Kompany.
Gulli er mikill aðdáandi Kompany.
Mynd: Fótbolti.net
Fyrirliði Manchester City.
Fyrirliði Manchester City.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var öflugur varnarmaður á sínum tíma. Hann fær það hlutverk að velja annan miðvörð í liðið og Vincent Kompany er hans val.

,,Les leikinn vel, sterkur í návígum, er leiðtogi og stjórnar vörninni eins og herforingi," sagði Gunnlaugur um Komapny.

,,Góður á boltann - með nánast allan pakkann, frábær hafsent."



Miðvörður: Vincent Kompany, Manchester City
28 ára - Verið algjör lykilmaður hjá Manchester City síðan árið 2008.

Fimm staðreyndir um Kompany:

- Faðir Kompany er frá Kongó en hann ólst upp í Belgíu.

- Faðir Kompany er einnig umboðsmaður hans.

- Kompany kynntist eiginkonu sinni Carla Higgs í Englandi en hún hefur verið stuðningsmaður Manchester City allt sitt líf.

- Kompany hefur verið í námi í viðskiptafræði samhliða fótboltaferlinum. Hann hefur einnig mikinn áhuga á pólitík.

- Kompany er mikill aðdáandi Family Guy þáttanna.

Besti varnarmaður í heimi?


Sjá einnig:
Miðvörður: John Terry
Hægri bakvörður: Philipp Lahm
Markvörður: Manuel Neuer
Þjálfari: Joachim Löw
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner