Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   lau 13. desember 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
11 dagar til jóla - Heimsliðið: Í markinu stendur...
Manuel Neuer
Jóladagatal Fótbolta.net.
Jóladagatal Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net
Manuel Neuer er sannur íþróttamaður.
Manuel Neuer er sannur íþróttamaður.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður sér um að velja markvörð heimsliðsins og þar má finna Manuel Neuer, markvörð Bayern München og heimsmeistara Þýskalands.

„Ég hef lengi verið mikill aðdáandi hans en upp á síðkastið hefur hann fest sig rækilega í sessi sem besti markvörður heims," segir Hannes.

„Hann hefur allt. Vel byggður líkamlega. Mikil samhæfing í öllum skrokknum. Geislar af sjálftrausti og hefur mikið "presens" inni á vellinum. Hefur afburðatækni á öllum sviðum markvörslunnar. Geggjaður markmaður."



Markvörður: Manuel Neuer, Bayern München
28 ára - Á 57 A-landsleiki fyrir Þýskaland.

Fimm staðreyndir um Neuer:

- Stór hluti stuðningsmanna Bayern mótmæltu kaupunum á Neuer þegar hann var fenginn frá Schalke. Hann var óvinsæll meðal stuðningsmanna Bayern eftir hegðun sína í fagnaðarlátum þegar Schalke lagði liðið af velli.

- Hann hélt marki sínu hreinu í 1000 mínútur eftir að hann gekk í raðir Bayern München.

- Hann á það sameiginlegt með Valtý Birni að uppáhalds hljómsveit hans er U2.

- Neuer er sannur íþróttamaður og ásamt því að vera besti fótboltamarkvörður heims er hann öflugur tennisspilari og góður á skíðum.

- Bróðir hans, Marcel, er dómari í neðri deildum Þýskalands.

Tilþrif frá besta markverði heims:

Athugasemdir
banner
banner