Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 14. desember 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
10 dagar til jóla - Heimsliðið: Hægri bakvörður...
Philipp Lahm
Valið var auðvelt segir Haukur Heiðar.
Valið var auðvelt segir Haukur Heiðar.
Mynd: Fótbolti.net
Lahm lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í sumar.
Lahm lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Akureyringurinn Haukur Heiðar Hauksson sem nýlega gekk í raðir AIK í Svíþjóð frá KR sá um að velja hægri bakvörðinn. Sá sem valinn var er þriðji meðlimur heimsliðsins en allir eiga þeir sameiginlegt að vera þýskir.

„Valið var auðvelt að mínu mati, Philipp Lahm er besti hægri bakvörður í heimi. Gardiola sagði að hann væri klárasti leikmaður sem hann hefur þjálfað og þá er ekki lítið sagt þar sem hann hefur þjálfað menn á borð við Messi, Iniesta, og Xavi," segir Haukur.

„Lahm er virkilega góður bæði varnar- og sóknarlega og þó hann hafi ekki mikla líkamlega yfirburði þá bætir hann það upp með gífurlegri vinnusemi. fyriliði Þýska stróveldisins Byern Munchen og hefur verið mjög sigursæll með þeim og þýska landsliðinu, unnið Þýskudeildina, Meistardeildina og er Heimsmeistari."



Hægri bakvörður: Philipp Lahm, Bayern München
31 árs - Var fyrirliði þýska landsliðsins sem varð heimsmeistari í sumar.

Fimm staðreyndir um Lahm:

- Lahm stefndi að því að verða bakari áður en hann fékk samning hjá Bayern München.

- Hann var yngsti fyrirliði á HM frá upphafi á HM 2010 þegar hann var 26 ára.

- Hann stofnaði samtök í Afríku sem hjálpa krökkum að mennta sig og æfa fótbolta.

- Hann hefur verið besti borðtennisspilari þýska landsliðsins undanfarin ár.

- Bayern lánaði Lahm til Stuttgart 2003 - 2005.

Litli risinn:


Sjá einnig:
Markvörður: Manuel Neuer
Þjálfari: Joachim Löw
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner