Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 12. desember 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
12 dagar til jóla - Heimsliðið: Þjálfari er...
Joachim Löw
Jóladagatal Fótbolta.net.
Jóladagatal Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net
Löw með HM-styttuna frægu.
Löw með HM-styttuna frægu.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sér um að velja þjálfara liðsins en þar varð sjálfur Joachim Löw fyrir valinu.

„Á HM ári er ekki hægt annað en að velja þjálfara heimsmeistara Þýskalands. Þjóðverjar komu til Brasilíu vel undirbúnir þrátt fyrir meiðsli lykilmanna í aðdraganda keppninar. Þýska landsliðið missti aldrei stjórn á aðstæðum. Engin andstæðingur virtist geta komið þeim á óvart eða slegið þá út af laginu," segir Heimir.

„Eftir síðasta EM þar sem Þjóðverjar töpuðu gegn Ítölum í undanúrslitum talaði Löw um að landsliðið væri frábært í að verjast og sækja hratt en þyrfti að bæta sig í að halda boltanum betur, stjórna leikjum og skapa sér fleiri færi á þann hátt. Þetta gekk eftir á HM í sumar."

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands
54 ára - Tók við þjálfun Þýskalands 2006.

Fimm staðreyndir um Löw:

- Hætti sjálfur fótboltaiðkun 22 ára þegar hann sá ekki fram á að ná markmiðum sínum eftir sköflungsbrot. Einbeitti sér þá að því að læra þjálfun.

- Hann stýrði Tirol Innsbruck til meistaratitils í Austurríki 2002.

- Er með gælunafnið Jogi en það tengist þó ekkert teiknimyndafígúrunni Jóga birni.

- Löw kynntist eiginkonu sinni 18 ára gamall, þau hafa verið gift í 27 ár en eiga engin börn saman.

- Eftir að kjaftasögur fóru í gang um að hann væri með hárkollu leyfði hann fréttamanni að toga í hár sitt til að sanna að það væri alvöru.

Joachim Löw léttur á því:

Athugasemdir
banner
banner