Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júní 2017 13:55
Arnar Daði Arnarsson
EM-hópurinn: Harpa, Hólmfríður og Sandra með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa er í hópnum.
Harpa er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins tilkynnti rétt í þessu 23-manna landsliðshópinn sem fer fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2017 í Hollandi.

Markahæsti leikmaður undankeppninnar, Harpa Þorsteinsdóttir verður með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi. Hún er í 23ja manna hópi sem Freyr Alexandersson tilkynnti í dag.

Harpa skoraði 10 mörk í sex leikjum en hún átti son í lok febrúar og hefur verið að koma sér í form hægt og rólega eftir það. Á þriðjudaginn lék hún sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Stjörnunni í Pepsi-deildinni og virðist vera á réttu róli.

Sandra María Jessen leikmaður Þórs/KA er einnig í hópnum en hún sleit aftara krossband í fyrsta leik landsliðsins á Algarve mótinu 1. mars. Í fyrstu var það talið ansi ólíklegt að hún yrði klár fyrir EM en hún hefur náð ævintýralegum bata og er komin á fullt með toppliði Þórs/KA í Pepsi-deildinni.

Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður KR sem ristarbrotnaði í upphafi árs er einnig í leikmannahópnum. Hún mun leysa stöðu vængbakvarðar en staða hennar innan hópsins verður nýtt öðruvísi heldur en áður.

Ingibjörg Sigurðardóttir er í leikmannahópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki í síðasta landsliðsverkefni og greip tækifærið.

Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Vals er einnig í lokahópnum en hún var ekki í síðasta landsliðshóp Freys. Hún á 12 landsleiki að baki en hún lék á Algarve-mótinu í mars mánuði.

Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks er yngsti leikmaðurinn í hópnum en hún er fædd árið 1999. Hún lék sinn fyrsta landsleik í apríl mánuði.

Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgarden)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)

Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valerenga)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Hólmfríður Magnúsdóttir (KR)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns)

Sóknarmenn:
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Elín Metta Jensen (Valur)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner