Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 24. mars 2024 11:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
„Ekki að ástæðulausu að fólk talar um að þetta sé ein erfiðasta deild í heimi"
Ástríðan mikil í Mekka fótboltans
Icelandair
'Þess vegna er maður í þessu og draumurinn var alltaf að fara til Englands'
'Þess vegna er maður í þessu og draumurinn var alltaf að fara til Englands'
Mynd: Getty Images
Arnór er næstmarkahæsti leikmaður Blackburn á tímabilinu.
Arnór er næstmarkahæsti leikmaður Blackburn á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
'Ég er kominn aftur inn í liðið núna og hingað til er ég mjög ánægður með mitt persónulega tímabil í erfiðri Championship deild'
'Ég er kominn aftur inn í liðið núna og hingað til er ég mjög ánægður með mitt persónulega tímabil í erfiðri Championship deild'
Mynd: Getty Images
'Við þurfum að sækja stig, það eru 8-9 leikir eftir og við þurfum að átta okkur á stöðunni. Það er ekki hægt að horfa framhjá því'
'Við þurfum að sækja stig, það eru 8-9 leikir eftir og við þurfum að átta okkur á stöðunni. Það er ekki hægt að horfa framhjá því'
Mynd: Getty Images
Eins og fram kom á föstudagskvöld verður Arnór Sigurðsson ekki með landsliðinu í úrslitaleiknum gegn Úkraínu á þriðjudag. Arnór var tæklaður harkalega og er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Arnór er leikmaður Blackburn á Englandi og ræddi hann við Fótbolta.net í liðinni viku um stöðuna þar.

Blackburn hefur ekki unnið leik í einn og hálfan mánuð.
„Við höfum svolítið verið að vinna með að gera jafntefli upp á síðkastið. Við vorum í 6.-7. sæti fyrir desember og síðan fór sá mánuður eiginlega bara í vaskinn og það urðu þjálfaraskipti. Við erum ekki búnir að tapa mikið af leikjum upp á síðkastið, það er jákvætt, en í þessari deild, ef þú tapar nokkrum leikjum þá hraparu niður í töflunni og ef þú vinnur þá flýguru upp."

Jon Dahl Tomasson hætti sem þjálfari Blackburn fyrr á þessu ári og John Eustace tók við.

„Leiktíllinn er aðeins öðruvísi, fórum í fimm manna vörn í byrjun, vorum svolítið að verja markið. Við vorum búnir að fá næst flest mörkin á okkur í deildinni. Það var svona það fyrsta sem Eustace kom með inn. Núna erum svolítið farnir að spila meira því við erum með mjög góða leikmenn fram á við."

„Ég spilaði aðeins minna eftir að Eustace tók við, byrjaði á bekknum fyrstu leikina og skildi það af því hann fór í fimm manna vörn - þá þarftu að fórna köntunum. Ég er kominn aftur inn í liðið núna og hingað til er ég mjög ánægður með mitt persónulega tímabil í erfiðri Championship deild."


Það er spilað þétt í Championship-deildinni og alls 46 umferðir á tímabilinu. Arnór lék síðast allar 90 mínúturnar 13. janúar. Er honum farið að langa að spila aftur 90?

„Auðvitað, maður er í þessu til að spila alla leiki og allar mínútur. En maður þarf líka að vera þolinmóður og sérstaklega kannski þegar það er eitthvað svona nýtt og miklar breytingar. Ég veit hvað ég get og er ekki stressaður yfir neinu."

Sammie Szmodics er liðsfélagi Arnórs og er hann markahæstur í deildinni með 21 mark. Arnór er svo næst markahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk skoruð. Hvernig er að spila í þessari deild?

„Það er mjög skemmtilegt en mjög erfitt á sama tíma, þetta er helling af leikjum og þú þarft að vera 'on it' líkamlega og andlega á hverjum degi. Það er ekki að ástæðulausu að fólk talar um að þetta sé ein erfiðasta deild í heimi að spila í."

„Auðvitað þurfum við að átta okkur á því að við erum þarna (rétt fyrir ofan fallsætin), en það eru einhver sex önnur lið sem eru við fallbaráttuna. Við þurfum að sækja stig, það eru 8-9 leikir eftir og við þurfum að átta okkur á stöðunni. Það er ekki hægt að horfa framhjá því."


Hefur eitthvað komið þér á óvart í lífinu á Englandi?

„Hvað fótboltinn er stór þarna og hvað fólkið lifir fyrir þetta; hvað það er gaman þegar gengur vel og svo andstæðan þegar það gengur illa. Þess vegna er maður í þessu og draumurinn var alltaf að fara til Englands. Það er Mekka."

Arnór kom til Blackburn frá CSKA Moskvu. Hvort eru stuðningsmenn Blackburn eða CSKA Moskvu ruglaðari?

„Ég held að CSKA menn séu ruglaðari en þú finnur meira fyrir ástríðunni í Englandi; ef við töpum þá er vika stuðningsmannanna ónýt," sagði Arnór við Fótbolta.net. Hér að neðan má sjá stöðutöfluna á Englandi.

Leikurinn gegn Úkraínu er úrslitaleikur um sæti á EM. Hann fer fram í pólsku borginni Wroclaw og hefst leikurinn 19:45 að íslenskum tíma.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 44 30 4 10 86 39 +47 94
2 Leeds 45 27 9 9 80 41 +39 90
3 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
4 Southampton 44 25 9 10 85 61 +24 84
5 West Brom 44 20 12 12 67 44 +23 72
6 Norwich 44 21 9 14 77 61 +16 72
7 Hull City 44 19 12 13 65 56 +9 69
8 Coventry 43 17 12 14 68 55 +13 63
9 Middlesbrough 44 18 9 17 64 60 +4 63
10 Preston NE 44 18 9 17 56 61 -5 63
11 Cardiff City 44 19 5 20 50 61 -11 62
12 Bristol City 44 16 11 17 51 47 +4 59
13 Sunderland 44 16 8 20 52 51 +1 56
14 Swansea 44 15 11 18 57 62 -5 56
15 Watford 44 12 17 15 59 58 +1 53
16 QPR 45 14 11 20 45 57 -12 53
17 Millwall 44 14 11 19 43 55 -12 53
18 Stoke City 44 13 11 20 44 60 -16 50
19 Blackburn 44 13 10 21 58 74 -16 49
20 Plymouth 44 12 12 20 58 69 -11 48
21 Sheff Wed 44 13 8 23 39 68 -29 47
22 Birmingham 44 12 10 22 48 64 -16 46
23 Huddersfield 44 9 17 18 47 74 -27 44
24 Rotherham 44 4 12 28 32 85 -53 24
Athugasemdir
banner
banner