Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 09. febrúar 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jon Dahl Tomasson tekur við Svíþjóð og Eustace við Blackburn
Jon Dahl Tomasson.
Jon Dahl Tomasson.
Mynd: EPA
Það eru þjálfarabreytingar í vændum hjá Blackburn Rovers en Jon Dahl Tomasson er að hætta með liðið. Hann er að taka við sænska landsliðinu.

Tomasson, sem á ætti að rekja til Íslands, skrifaði undir þriggja ára samning við Blackburn árið 2022 en hann hefur tvisvar á undanförnum mánuðum boðist til að hætta með liðið. Hann hefur ekki verið nægilega ánægður með það hvernig staðið hefur verið að leikmannamálum félagsins.

Tomasson, sem er ættaður frá Íslandi, er samkvæmt TuttoSvenskan að taka við sænska landsliðinu.

John Eustace, fyrrum stjóri Birmingham, mun á sama tíma taka við Blackburn.

Blackburn var nálægt því að komast í umspilið í Championship á síðasta tímabili en liðið er núna í 18. sæti deildarinnar. Arnór Sigurðsson er á meðal leikmanna Blackburn.
Athugasemdir
banner