Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. september 2014 16:42
Elvar Geir Magnússon
Gyan neitar sögum um að hann hafi myrt vin sinn
Asamoah Gyan í leik með Gana.
Asamoah Gyan í leik með Gana.
Mynd: Getty Images
Ganverjinn Asamoah Gyan, fyrrum sóknarmaður Sunderland, hefur gefið frá sér yfirlýsingu til að neita sögusögnum í fjölmiðlum um að hann hafi myrt vin sinn, rapparann Castro, af trúarlegum ástæðum.

Castro, sem heitir réttu nafni Theophilus Tagoe, hvarf ásamt kærustu sinni í sumar eftir að þau skötuhjú fóru á sjóskíði. Úrskurðað var að þau hafi drukknað en líkin fundust aldrei og fóru fjölmiðlar að koma með kenningar um hvað hefði gerst.

Gyan yfirgaf Sunderland og gekk í raðir Al Ain 2012 en hann neitar því að hafa átt þátt í hvarfi vinar síns. Sögur fóru af stað um að hann hafi fórnað vini sínum af trúarlegum ástæðum til að reyna að framlengja eigin fótboltaferil.

Lögmaður Gyan fjölskyldunnar gaf út yfirlýsingu þar sem fjölmiðlar eru harðlega gagnrýndir fyrir þessar alvarlegu ásakanir sem komi úr lausu lofti og séu út í hött.

„Við höfum hingað til ekki gefið neitt út um þetta mál þar sem við höfum ekki talið þörf á því. Við viljum ekki trufla rannsókn lögreglunnar. En við erum algjörlega hneyksluð á því sem sagt hefur verið í fjölmiðlum," segir í yfirlýsingunni.

Biðlað er til fjölmiðla að sýna fjölskyldunni virðingu og grafa þessar sögusagnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner