Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. febrúar 2015 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi-deildin - Úrvalslið: Draumaliðið
Daníel Laxdal, miðvörður Stjörnunnar.
Daníel Laxdal, miðvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Haukur PállSigurðsson.
Haukur PállSigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Guðnason.
Atli Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson hituðu upp fyrir Pepsi-deildina í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Þar voru sett saman mismunandi úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar í dag.

Smelltu hér til að hlusta á upptökuna úr þættinum

Hér birtum við stjörnulið deildarinnar, svokallað Draumalið, sem búið er til úr stærstu stjörnum deildarinnar. Gunnleifur Gunnleifsson, Guðmann Þórisson og Halldór Orri Björnsson voru allir nálægt því að komast inn.



Stefán Logi Magnússon - KR
Einn reyndasti leikmaður deildarinnar með tíu A-landsleiki og fjölmarga leiki í atvinnumennsku á bakinu.

Skúli Jón Friðgeirsson - KR
Sterkt fyrir deildina að fá Skúla Jón aftur enda var hann frábær áður en hann hélt út í atvinnumennskuna.

Kassim Doumbia - FH
Frábær miðvörður sem er líf og fjör í kringum. Keppir af lífi og sál og kveikiþráðurinn er stuttur.

Daníel Laxdal - Stjarnan
Rétt eins og Kassim var Daníel í úrvalsliði síðasta tímabils.

Kristinn Jónsson - Breiðablik
Einn besti vinstri bakvörður landsins er mættur aftur í Kópavoginn eftir lánsdvöl ytra.

Davíð Þór Viðarsson - FH
Átti frábært tímabil með FH í fyrra þó endirinn hafi ekki verið að óskum...

Haukur Páll Sigurðsson - Valur
Fyrirliði Vals er einn besti miðjumaður deildarinnar.

Pálmi Rafn Pálmason - KR
Átti sitt besta tímabil á atvinnumannaferlinum með Lilleström í fyrra og ætti því að verða einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar.

Ólafur Karl Finsen - Stjarnan
Átti stóran þátt í því að Stjarnan landaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrra.

Atli Guðnason - FH
Einn öflugasti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu árum.

Gary Martin - KR
Þessi skrautlegi og skemmtilegi leikmaður varð markakóngur deildarinnar í fyrra.

Þjálfari: Rúnar Páll Sigmundsson - Stjarnan
Þjálfari Íslandsmeistarana og þjálfari ársins 2014 í íslensku íþróttalífi.

Sjá önnur úrvalslið:
Þurfa að sanna sig
Ellismellir
Ungir leikmenn
Komnir í deildina
Farnir úr deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner