Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   þri 24. febrúar 2015 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi-deildin - Úrvalslið: „Ellismellirnir"
Gunnleifur er aldursforseti liðsins.
Gunnleifur er aldursforseti liðsins.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Ármann Smári er mættur aftur í Pepsi-deildina.
Ármann Smári er mættur aftur í Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir.
Jóhann Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson hituðu upp fyrir Pepsi-deildina í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Þar voru sett saman mismunandi úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar í dag.

Smelltu hér til að hlusta á upptökuna úr þættinum

Hér að neðan má sjá úrvalslið elstu leikmanna deildarinnar. Lið sem er hlaðið af reynslu.



Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik (1975)
Verður fertugur á árinu en er hvergi nærri hættur.

Guðjón Árni Antoníusson - Keflavík (1983)
Yngsti leikmaður liðsins á vonandi mörg ár eftir.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson - KR (1982)
Reynslumesti varnarmaður KR-inga spilaði 19 leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.

Ármann Smári Björnsson - ÍA (1981)
Var í liði ársins í 1. deildinni en er kominn aftur í Pepsi-deildina með Skagamönnum.

Haraldur Freyr Guðmundsson - Keflavík (1981)
Fyrirliði Keflavíkur býr yfir mikilli reynslu.

Jóhannes Karl Guðjónsson - Fylkir (1980)
Fylkismenn hafa veðjað á Jóa Kalla þrátt fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið síðustu ár.

Hólmar Örn Rúnarsson - Keflavík (1981)
Hólmar er kominn heim. Afar reynslumiklir menn sem Keflvíkingar hafa.

Jóhann Birnir Guðmundsson - Keflavík (1977)
Getur ekki spilað allar mínútur lengur en gerir mikið gagn þegar hann er með.

Veigar Páll Gunnarsson - Stjarnan (1980)
Það eru enn töfrar í skóm Veigars sem verður 35 ára á árinu.

Garðar Jóhannsson - Stjarnan (1980)
Garðabæjarliðið getur teflt fram ansi reynslumikilli sóknarlínu.

Atli Viðar Björnsson - FH (1980)
Heldur áfram að raða inn mörkum þrátt fyrir að byrja oft á bekknum.

Þjálfari: Ólafur Jóhannesson - Valur (1957)
Elsti þjálfari Pepsi-deildarinnar er sjálfur Óli Jó.
Athugasemdir
banner