Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 23. febrúar 2015 18:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi-deildin - Úrvalslið: Komnir í deildina
Skúli Jón Friðgeirsson er kominn aftur í KR.
Skúli Jón Friðgeirsson er kominn aftur í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ásgeir Börkur aftur í Lautina.
Ásgeir Börkur aftur í Lautina.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Bjarni Þór Viðarsson er mættur heim.
Bjarni Þór Viðarsson er mættur heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri Björnsson.
Halldór Orri Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson hituðu upp fyrir Pepsi-deildina í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Þar voru sett saman mismunandi úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar í dag.

Smelltu hér til að hlusta á upptökuna úr þættinum

Eins og við birtum fyrr í dag þá eru margir afar sterkir leikmenn búnir að kveðja Pepsi-deildina en það eru einnig öflugir menn komnir í deildina eins og sjá má.



Richard Arends - Holland > Keflavík
Hefur leikið fjölmarga leiki í næst efstu deild Hollands. „Hann er tæknilega mjög góður markmaður," segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.

Skúli Jón Friðgeirsson - Svíþjóð > KR
Var frábær með KR áður en hann hélt út og margir stuðningsmenn KR fagna því að endurheimta þennan öfluga leikmann. Setjum hann í hægri bakvörðinn hér þó hann muni líklegast leika sem miðvörður.

Guðmann Þórisson - Svíþjóð > FH
Annar leikmaður sem var frábær áður en hann hélt út. Einmitt púslið sem FH þurfti í lið sitt.

Rasmus Christiansen - Noregur > KR
Einn besti, ef ekki besti, miðvörður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV fyrir nokkrum árum.

Kristinn Jónsson - Svíþjóð > Breiðablik
Kominn aftur til baka úr láni hjá Brommapojkarna sem féll úr sænsku úrvalsdeildinni.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson - Svíþjóð > Fylkir
Skiljanlega var mikill áhugi hér á landi á þessum grjótharða varnarmiðjumanni. Fór á endanum heim í uppeldisfélagið.

Bjarni Þór Viðarsson - Danmörk > FH
Var fyrirliði U21-landsliðsins í lokakeppni EM í Danmörku 2011. Síðan þá hefur lítið gengið upp hjá honum í atvinnumennskunni og hann er kominn heim í uppeldisfélagið.

Jeremy Serwy - Belgía > FH
Miðað við frammistöðu hans á Fótbolta.net mótinu erum við hér með einn allra besta aukaspyrnusérfræðing deildarinnar.

Halldór Orri Björnsson - Svíþjóð > Stjarnan
Þessi afar skemmtilegi leikmaður er mættur aftur heim í Garðabæinn. Mjög öflugt vopn í sóknarleiknum eins og íslenskir fótboltaáhugamenn vita vel.

Pálmi Rafn Pálmason - Noregur > KR
Átti sitt besta tímabil á atvinnumannaferlinum með Lilleström í fyrra og ætti því að verða einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar.

Sören Frederiksen - Danmörk > KR
Dani sem getur spilað í öllum stöðum í sókninni. Hann var í liði AaB sem varð tvöfaldur meistari í Danmörku á síðasta tímabili. Leikmaður sem KR gerir miklar væntingar til.

Þjálfari: Ólafur Jóhannesson, Valur
Það eru margir spennandi þjálfarar mættir í Pepsi en Ólafur er eini af þeim sem hefur verið A-landsliðsþjálfari og því situr hann í þessum þjálfarastól.

Bönkuðu á dyrnar: Eyjólfur Tómasson, Milos Zivkovic, Hilmar Árni Halldórsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Arsenij Buinickij.

Sjá önnur úrvalslið:
Farnir úr deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner