Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 24. febrúar 2015 08:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi-deildin - Úrvalslið: Ungir leikmenn
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Geir í baráttunni.
Þorri Geir í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Björnsson lék lykilhlutverk með Leikni.
Sindri Björnsson lék lykilhlutverk með Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Bergsson.
Daði Bergsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson hituðu upp fyrir Pepsi-deildina í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Þar voru sett saman mismunandi úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar í dag.

Smelltu hér til að hlusta á upptökuna úr þættinum

Það vantar ekki unga og efnilega leikmenn í deildina og við settum saman úrvalslið ungra leikmanna. Skilyrðið var að þeir væru löglegir með U21-landsliðinu í komandi undankeppni.



Anton Ari Einarsson - Valur
Mosfellingurinn sló Fjalar Þorgeirsson úr markinu í fyrra og nú ætlar hann að vinna samkeppnina við Ingvar Kale.

Orri Sigurður Ómarsson - AGF
Hefur verið hægri bakvörður U21-landsliðsins en getur einnig leikið í miðverði. Kom til Vals frá AGF í Danmörku.

Aron Rúnarsson Heiðdal - Stjarnan
Efnilegur varnarmaður sem lék fyrir Keflavík á lánssamningi í fyrra.

Gunnar Þorsteinsson - ÍBV
Hefur leikið sem miðjumaður hjá Eyjaliðinu en leysir stöðu miðvarðar í þessu liði.

Ívar Örn Jónsson - Víkingur
Aukaspyrnu-Ívar lék 17 leiki með Víkingi sem tryggði sér Evrópusæti í fyrra.

Þorri Geir Rúnarsson - Stjarnan
Var magnaður þegar hann kom inn í Stjörnuliðið eftir að Michael Præst meiddist í fyrra og spilaði stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliðinu.

Sindri Björnsson - Leiknir
Efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar í fyrra. Lék lylilhlutverk í að Leiknir komst upp í Pepsi-deildina.

Oliver Sigurjónsson - Breiðablik
Kom aftur í Breiðablik í fyrra eftir að hafa verið hjá AGF í Danmörku. Hann lét ekki mikið að sér kveða í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili en er væntanlega ákveðinn í að stimpla sig inn í sumar.

Daði Bergsson - Valur
Leikmaður sem getur skemmt áhorfendum eins og hann sýndi á köflum síðasta sumar.

Aron Bjarnason - ÍBV
Hefur verið skeinuhættur með ÍBV á undirbúningstímabilinu eftir að hafa yfirgefið Fram í vetur.

Stefán Þór Pálsson - Víkingur
Kominn í Víkina frá Breiðabliki. Skoraði tvö mörk í síðasta leik liðsins í Lengjubikarnum.

Þjálfari: Davíð Snorri Jónasson - Leiknir
Yngsti þjálfari deildarinnar er fæddur 1987. Stýrir Leikni við hlið Freys Alexanderssonar.

Sjá önnur úrvalslið:
Komnir í deildina
Farnir úr deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner