Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 23. febrúar 2015 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi-deildin - Úrvalslið: Farnir úr deildinni
Ingvar Jónsson var valinn bestur í Pepsi-deildinni í fyrra.
Ingvar Jónsson var valinn bestur í Pepsi-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson er kominn í atvinnumennskuna.
Aron Elís Þrándarson er kominn í atvinnumennskuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálms fór til Noregs.
Árni Vilhjálms fór til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson hituðu upp fyrir Pepsi-deildina í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Þar voru sett saman mismunandi úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar í dag.

Smelltu hér til að hlusta á upptökuna úr þættinum

Einnig var sett saman sérstakt úrvalslið leikmanna sem eru farnir úr deildinni. Miðað er við þá leikmenn sem voru eftir að sumarlugganum í fyrra var lokað.



Ingvar Jónsson - Stjarnan > Start
Valinn leikmaður ársins í fyrra enda vann hann mörg stig fyrir Stjörnuna sem varð Íslandsmeistari.

Haukur Heiðar Hauksson - KR > AIK
Besti hægri bakvörður deildarinnar í fyrra.

Martin Rauschenberg - Stjarnan > Gefle
Gerði frábæra hluti hér á landi þegar hann lék fyrir Stjörnuna.

Finnur Orri Margeirsson - Breiðablik/FH > Lilleström
Fór til FH en án þess að spila leik var hann skyndilega mættur til Lilleström. Leikmaður sem les leikinn vel og er með leiðtogahæfileika. Vill spila á miðjunni en við spilum honum úr stöðu í þessu úrvalsliði.

Guðmundur Reynir Gunnarsson - KR > Víkingur Ólafsvík
Einn besti bakvörður Íslandsmótsins skipti mjög óvænt yfir í Víking Ólafsvík nýlega. Án nokkurs vafa í Pepsi-klassa.

Aron Elís Þrándarson - Víkingur > Álasund
Valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra enda á hann stóran þátt í því að Víkingar tryggðu sér Evrópusæti.

Baldur Sigurðsson - KR > SönderjyskE
Er kominn í hægri bakvörðinn í SönderjyskE en hefur verið einn allra besti miðjumaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár. Sjónarsviptir af Baldri úr deildinni.

Elfar Árni Aðalsteinsson - Breiðablik > KA
Leikmaður sem við bjuggumst við að myndi blómstra í Pepsi-deildinni í sumar en hann ætlar að hjálpa KA að komast upp í deild þeirra bestu.

Óskar Örn Hauksson - KR > Edmonton
Einn skemmtilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar er kominn til Kanada.

Elías Már Ómarsson - Keflavík > Valerenga
Einn mest spennandi leikmaður landsins tók skrefið út í atvinnumennskuna. Spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland nýlega.

Árni Vilhjálmsson - Breiðablik > Lilleström
Það verður spennandi að fylgjast með þessum hæfileikaríka sóknarmanni í norska boltanum.

Þjálfari: Rúnar Kristinsson - KR > Lilleström
Rúnar hefur náð frábærum árangri með KR og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Bönkuðu á dyrnar: Tonny Mawejje, Kristján Valdimarsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Niclas Vemmelund.
Athugasemdir
banner
banner
banner