Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 25. ágúst 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Mark Jóhanns Bergs kostaði Íslendinga 25 milljónir króna
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Charlton dramatískan 2-1 sigur á Hull í ensku Championship deildinni um helgina með marki á 98. mínútu.

Ekki fögnuðu allir Íslendingar þessu marki Jóhanns því tipphópur hjá Víkingi Reykjavík missti af stórum vinningi út af markinu.

Tipphópurinn var með 13 rétta þar til að Jóhann skoraði sigurmarkið.

„Áætlað vinningsupphæð á textavarpinu er 21 milljón fyrir 13 rétta og svo hefðu líka verið fleiri með tólf rétta, ellefu rétta og tíu rétta þannig að þetta eru í kringum 25 milljónir," sagði Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings en hann er í tipphópnum.

„Þetta verður ekki sárara. Jóhann verður rukkaður um þetta," bætti Haraldur við í léttum tón.

Sjá einnig:
Jóhann Berg: Veit ekki alveg hvað ég var að gera þarna
Athugasemdir
banner
banner
banner