Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 25. september 2014 09:35
Magnús Már Einarsson
Reus til Man Utd, Liverpool eða Arsenal?
Powerade
Reus gæti verið á leið í enska boltann.
Reus gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Það er alltaf nóg af slúðrið í ensku blöðunum. Kíkjum á það allra helsta.



Arsenal, Chelsea og Manchester United eru að berjast um belgíska markvörðinn Mile Svilar (15) en margir hafa líkt honum við Thibaut Courtois. (Daily Mail)

Marco Reus (25) vill ekki fara í samningaviðræður við Borussia Dortmund. Manchester United, Liverpool og Arsenal eru að undirbúa tilboð í leikmanninn. (Daily Express)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, vill fá Nicolas Otamendi (26) varnarmann Valencia í sínar raðir í janúar. (Daily Express)

Southampton er að gera nýjan samning við Matt Targett (19) en hann er talinn vera arftaki Luke Shaw í vinstri bakverðinum. (Daily Mirror)

Chris Smalling er tæpur fyrir leik Manchester United og West Ham um helgina eftir að hafa meiðst á læri á æfingu. (Daily Mail)

Rickie Lambert (32) var ekki ánægður með frammistöðu sína gegn Middlesbrough í fyrradag en hann var með fyrirliðabandið í leiknum. (Daily Star)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill að Abou Diaby (28) verði varnarsinnaður miðjumaður hjá liðinu. (Sun)

Marouane Fellaini (26) segir að Louis van Gaal hafi aldrei sagt honum að fara frá Manchester United. (Sportwereld)

Steve Clarke, fyrrum stjóri WBA, hefur áhuga á að taka við Fulham. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner