Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 26. maí 2017 15:11
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Freysi: Hélt að Dagný myndi missa af EM
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný fór í vel heppnaða sprautumeðferð.
Dagný fór í vel heppnaða sprautumeðferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag opinberaði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hópinn sem mætir Írlandi og Brasilíu í vináttuleikjum í júní.

Á fréttamannafundinum sagði Freyr frá því að 3-4-3 væri formlega orðið aðalleikerfi íslenska liðsins og það yrði unnið með það í komandi leikjum sem eru undirbúningur fyrir lokakeppni Evrópumótsins í júlí.

„Við höfum unnið með þetta síðan á mótinu í Kína. Við erum með marga frábæra miðverði og höfum mjög góða miðjumenn og framherja sem henta í þetta leikkerfi. Við eigum mjög fáa bakverði og við teljum að samsetningin í okkar hóp henti mjög vel fyrir þetta leikkerfi," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.

„Ég held að plássið fyrir bætingu í kerfinu sé töluvert. Við munum nýta þetta verkefni til að fínpússa kerfið sem plan A."

Við vissar kringumstæður breytist er auðvelt að breyta 3-4-3 í 5-3-2 eða 5-4-1.

„Gegn sterkum andstæðingum, Brasilíu og þeim liðum sem við erum með í riðlinum á EM, mun það gerast. Við verðum að vera meðvituð um það hvernig við stöndum og hvað við eigum að gera. Þetta gefur okkur að sama skapi möguleika á að pressa á ákveðnum köflum í 3-4-3 og það mun hjálpa mér að ná að kaflaskipta leikjum," segir Freyr.

Frábært að Dagný sé að koma til baka
Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum. Á fréttamannafundinum í dag sagðist Freyr hæstánægður með samstarfið við félag hennar, Portland Thorns, sem hefur lagt sitt af mörkum til að Dagný nái EM.

„Frábært að hún sé að koma til baka einkennalaus. Hún hefur náð frábærum niðurstöðum í testum núna. Síðasta bakslag kom fyrir sex vikum og þá leit þetta mjög illa út. Ég átti ekki von á henni fyrir Evrópumótið. En hún fór í sprautumeðferð og ákveðna meðhöndlun í kjölfarið á því. Stefnan er að hún verði í toppstandi í júlí," segir Freyr.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Freyr meðal annars um stöðu leikmannahópsins á þessum tímapunkti og hvað hann vill fá út úr komandi leikjum gegn Írlandi og Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner