Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   fös 26. maí 2017 15:11
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Freysi: Hélt að Dagný myndi missa af EM
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný fór í vel heppnaða sprautumeðferð.
Dagný fór í vel heppnaða sprautumeðferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag opinberaði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hópinn sem mætir Írlandi og Brasilíu í vináttuleikjum í júní.

Á fréttamannafundinum sagði Freyr frá því að 3-4-3 væri formlega orðið aðalleikerfi íslenska liðsins og það yrði unnið með það í komandi leikjum sem eru undirbúningur fyrir lokakeppni Evrópumótsins í júlí.

„Við höfum unnið með þetta síðan á mótinu í Kína. Við erum með marga frábæra miðverði og höfum mjög góða miðjumenn og framherja sem henta í þetta leikkerfi. Við eigum mjög fáa bakverði og við teljum að samsetningin í okkar hóp henti mjög vel fyrir þetta leikkerfi," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.

„Ég held að plássið fyrir bætingu í kerfinu sé töluvert. Við munum nýta þetta verkefni til að fínpússa kerfið sem plan A."

Við vissar kringumstæður breytist er auðvelt að breyta 3-4-3 í 5-3-2 eða 5-4-1.

„Gegn sterkum andstæðingum, Brasilíu og þeim liðum sem við erum með í riðlinum á EM, mun það gerast. Við verðum að vera meðvituð um það hvernig við stöndum og hvað við eigum að gera. Þetta gefur okkur að sama skapi möguleika á að pressa á ákveðnum köflum í 3-4-3 og það mun hjálpa mér að ná að kaflaskipta leikjum," segir Freyr.

Frábært að Dagný sé að koma til baka
Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum. Á fréttamannafundinum í dag sagðist Freyr hæstánægður með samstarfið við félag hennar, Portland Thorns, sem hefur lagt sitt af mörkum til að Dagný nái EM.

„Frábært að hún sé að koma til baka einkennalaus. Hún hefur náð frábærum niðurstöðum í testum núna. Síðasta bakslag kom fyrir sex vikum og þá leit þetta mjög illa út. Ég átti ekki von á henni fyrir Evrópumótið. En hún fór í sprautumeðferð og ákveðna meðhöndlun í kjölfarið á því. Stefnan er að hún verði í toppstandi í júlí," segir Freyr.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Freyr meðal annars um stöðu leikmannahópsins á þessum tímapunkti og hvað hann vill fá út úr komandi leikjum gegn Írlandi og Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner