Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 28. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Getafe um framtíð Greenwood: Höfum ekki rætt það
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Mason Greenwood hefur verið besti maður Getafe á þessari leiktíð en þjálfari liðsins veit ekki enn hver framtíð hans verður.

Greenwood kom til Getafe á láni frá Manchester United í lok ágúst en hann hefur komið að sextán mörkum á tímabilinu.

Hann skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-1 sigri liðsins á Almería í gær, enn ein topp frammistaðan frá honum.

Englendingurinn hefur verið orðaður við félög á borð við Barcelona og Juventus, en ekki liggur enn fyrir hvort hann verði í myndinni hjá Man Utd á næsta tímabili.

„Við höfum ekki rætt það enn. Hann er í sömu stöðu og aðrir lánsmenn. Þegar tímabilið klárast þá getum við farið að vinna í þessu og skoðað það hvort Mason geti verið í eitt ár til viðbótar eða ekki. Þetta fer allt eftir félagi hans og auðvitað hvað hann ákveður,“ sagði Jose Bordalas, þjálfari Getafe.
Athugasemdir
banner
banner
banner