Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 09. júní 2022 23:16
Brynjar Óli Ágústsson
Alfreð Elías: Þá getum við alveg verið þakklátir fyrir stigið
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson.a
Alfreð Elías Jóhannsson.a
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fjörugur leikur,'' sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-2 jafntefli gegn Fjölni á Grindavíkurvelli í kvöld.s

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Fjölnir

„Bæði lið fengu mjög góð færi til að skora fleiri en tvö mörk. Ég held að niðurstaðan 2-2 sé ásættanleg fyrir bæði lið miðað við færafjöldan. Við vorum dálítið heppnir að jafna í restina,."

Alfreð var spurður út í hvort hann væri sáttur með að fá eitt stig úr þessum leik.

„Grindavíkurvöllur er okkar völlur og það á enginn að koma hingað og taka eitthvað frá okkur. Auðvitað er maður fúll að hafa fengið bara jafntefli, en ef maður er raunsær og lítur á leikinn þá getum við alveg verið þakklátir fyrir stigið."

Kristófer Páll Viðarsson er tekinn út af vegna meiðsla í öðrum leiknum í röð.

„Líðan hans er góð. Hann verður hress og kátur í næsta leik.''

„Við viljum alltaf vinna, sérstaklega í Grindavík. Við fengum ekki þrjú stig í dag, en við munum gera betur í næstu umferð."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner