Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 16. september 2022 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir Hallgríms tekur við landsliði Jamaíku (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson hefur verið kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við sambandið þar í landi.

Fyrsti leikur Jamaíku undir stjórn Heimis verður gegn Lionel Messi og félögum í Argentínu síðar í þessum mánuði.

Eins og alþjóð veit var Heimir landsliðsþjálfari Íslands og fór með það á sín fyrstu stórmót á EM 2016 og HM 2018. Hann er gríðarlega vinsæll hjá íslensku þjóðinni.

Michael Ricketts, forseti knattspyrnusambands Jamaíku, er mjög ánægður með ráðninguna.

„Þetta er risastórt, mjög mikilvægur partur af ferðalaginu okkar," sagði Ricketts.

Sjá einnig:
Heimir að fara inn í vægast sagt erfitt starf - „Allt annað væri skandall"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner