Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 15. september 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Heimir að fara inn í vægast sagt erfitt starf - „Allt annað væri skandall"
Á að laga vitleysuna sem hefur verið í gangi og koma Jamaíku loksins á HM
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir og Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, ræða málin.
Heimir og Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, ræða málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michail Antonio, landsliðsmaður Jamaíku.
Michail Antonio, landsliðsmaður Jamaíku.
Mynd: EPA
Leon Bailey er öflugur leikmaður.
Leon Bailey er öflugur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Andre Blake.
Landsliðsfyrirliðinn Andre Blake.
Mynd: Getty Images
Heimir verður að öllum líkindum kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á morgun.
Heimir verður að öllum líkindum kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ravel Morrison.
Ravel Morrison.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Andre Gray er á meðal leikmanna í nýjasta landsliðshópnum.
Sóknarmaðurinn Andre Gray er á meðal leikmanna í nýjasta landsliðshópnum.
Mynd: Getty Images
Það verður spennandi að sjá hvernig Heimi vegnar í nýju starfi.
Það verður spennandi að sjá hvernig Heimi vegnar í nýju starfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jamaíka er einu sæti fyrir ofan Ísland á heimslista FIFA.
Jamaíka er einu sæti fyrir ofan Ísland á heimslista FIFA.
Mynd: Getty Images
Heimir á að koma Jamaíku á HM.
Heimir á að koma Jamaíku á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga þá er Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, að taka við landsliði Jamaíku.

Hann verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á morgun, föstudag.

Heimir er vinsælasti þjálfari Íslands eftir frábæran árangur með íslenska landsliðið. Hann hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar en hefur í sumar verið ráðgjafi hjá félagi sínu ÍBV í Vestmannaeyjum.

Jamaíka er eyríki í Karíbahafi og landslið þess er í 62. sæti á styrkleikalista FIFA, einu sæti ofar en íslenska landsliðið.

Það var Nodley Wright, fréttamaður hjá Jamaica Gleaner, sem greindi fyrst frá því að Heimir væri að taka við landsliði Jamaíku. Undirritaður sló á þráðinn til Wright í dag og spurði hann frekar út í þessa ráðningu.

„Sumir þekkja Heimi, aðrir ekki. Ég held að hann sé ekki mjög vel þekktur hérna, en það fólk sem fylgist vel með fótbolta - og HM sérstaklega - þekkir nafn hans. Það þekkir líka til Lars Lagerback sem þjálfaði Ísland með honum," segir Wright.

„Ég persónulega byrjaði að fylgjast með þessari sögu fyrir um tveimur vikum síðan. Þá heyrði ég að það væri þjálfari í viðræðum. Mér var sagt að hann væri evrópskur. Ég komst síðar að því að það væri þjálfari sem hefði komið liði á HM. Ég fór að hugsa um evrópska þjálfara sem hefðu komist á HM og væru ekki lengur í stóru starfi. Með útilokunaraðferð fann ég Heimi. Ég skoðaði það meira og talaði við mína heimildarmenn. Það benti allt í áttina að honum."

Margar spurningar - Heimir þarf að sanna sig
Það eru ekki allir íbúar Jamaíku sannfærðir um að Heimir sé rétti maðurinn í starfið og hann þarf að sanna sig. Það eru margar spurningar sem vakna varðandi ráðninguna á honum.

„Ég veit ekki hvort hann sé rétti þjálfarinn fyrir Jamaíku. Þetta kemur á óvart," segir Wright en hann telur það óvænt að fótboltasambandið í Jamaíka sé að leita til Íslands í leit að næsta þjálfara.

Líkt og fyrr kemur fram þá fór Heimir að þjálfa í Katar eftir að hann hætti með íslenska landsliðið.

„Það er mikið talað um þetta og margir sem eru að spekúlera. Það er til dæmis talað um það að ef hann væri einn af bestu þjálfurunum að þá væri hann í öðru starfi. Eftir að hann þjálfaði íslenska landsliðið þá fór hann til Katar. Ef það hefði verið mikill áhugi á honum þá hefði hann ekki farið þangað, þá hefði hann tekið við félagi í Evrópu til að bæta sig áfram. Fólk fer til Katar til að eignast pening og hætta í fótbolta."

„Hann er þá ekki með sérlega mikla reynslu af landsliðum, bara með íslenska landsliðið," segir Wright en líkt og fyrr kemur fram þá náði Heimir gríðarlega góðum árangri með íslenska landsliðið - betri árangri en nokkur hefur náð.

Í liði Jamaíka eru nokkur stór nöfn og stórir persónuleikar. Má þar nefna Michail Antonio og Leon Bailey sem leika báðir í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er líka spurning hvernig honum gengur að vinna með stjörnuleikmönnum. Íslendingar hafa ekki verið með margar stjörnur í sínu liði. Kann hann að tækla stóra persónuleika?"

„Fólk á Íslandi er öðruvísi en fólk hér í Jamaíku. Það eru stórir persónuleikar í liðinu okkar. Hvernig tekst honum að vinna með þeim? Hann þarf líka að skilja tungumálið og menninguna í landinu. Það tala flestir ensku hérna en það er líka annað tungumál sem er öðruvísi. Þegar fólk hér talar saman þá er það ekki endilega að tala ensku."

„Jamaíka er fjölmennari þjóð en Ísland. Þið eruð um 360-70 þúsund. Þið eruð fámennasta þjóð sem hefur komist á HM - nokkru sinni. Sumt fólk spyr sig af hverju við erum að fara til smærri þjóðar í leit að þjálfara til að þjálfa okkur? Við erum fámenn þjóð og af hverju eigum við að leita til enn smærri þjóðar? Það er mikið af spurningum."

„Í heiminum í dag eru þjóðir líka mikið að treysta á sitt eigið fólk. Það eru fimm Afríkuþjóðir að fara á HM og hjá öllum þessum þjóðum eru heimamenn að þjálfa. Þannig er staðan í dag."

Heimir þarf að sanna sig og það eru margar efasemdir um hann núna, en hann hefur sýnt það áður að hann er fær um það að þagga niður í efasemdarrödum og ná góðum árangri, en það er það sem Jamaíka er að leitast eftir með ráðningunni á honum.

„Fólk er samt spennt fyrir þessari ráðningu og spennt fyrir því að sjá hvað verður. Heimir verður boðinn velkominn til landsins."

Mikið um rugl og vitleysu
Eitt af því sem Heimir og Lars Lagerback gerðu hjá íslenska landsliðinu var að bæta umgjörð í kringum liðið og sjá til þess að það væri allt gert vel svo leikmönnum liði sem best í landsliðsverkefnum. Hjálpaði það til við að ná árangri innan vallar.

Heimir þarf líklega að gera slíkt hið sama í nýju starfi. Það hefur verið nóg af vandamálum hjá fótboltasambandinu í Jamaíka og margt sem þarf að laga.

„Það hefur verið mikið í gangi í kringum landsliðið, mikil óreiða. Leikmenn eru ósáttir við fótboltasambandið, leiðtoga þess. Í hreinskilni sagt þá hefur sambandið ekki verið að standa sig vel. Það hefur verið mikið um vandamál. Það kom síðast upp vandamál þegar liðið var í Súrínam í júní í leik í undankeppni Gullbikarsins," segir Wright en leikmenn hótuðu verkfalli fyrir þann leik.

Gullbikarinn er álfukeppni Ameríkulanda og er haldinn af CONCACAF, knattspyrnusambandi Norður- og Mið Ameríku og Karíbahafsins.

„Það átti að vera einn leikur í Súrínam og svo áttu leikmen að koma aftur til Jamaíku fyrir annan leik. Svo var bara ekki búið að ganga frá flugi fyrir leikmenn til þess að koma aftur til Jamaíku. Það er ekki hægt að vinna eins og hefur gert. Það var síðasta vandamálið af mörgum sem sýnir skort á leiðtogahæfni, fagmennsku og skipulagi. Það hafa komið upp vandamál varðandi greiðslur til leikmanna og fleira, það hefur verið mikið ósætti."

Landsliðsfyrirliðinn Andre Blake var ekki valinn í síðasta landsliðshóp þar sem hann gagnrýndi sambandið opinberlega. Leikmenn hafa verið ósáttir við lélegan aðbúnað, dapurt skipulag og vonda umgjörð í kringum liðið.

„Andre Blake er fyrirliði liðsins og mögulega besti markvörður MLS-deildarinnar. Hann stóð upp og gerði kröfu á betri umgjörð í kringum liðið. Hann er ekki í liðinu núna og það er talið að það sé vegna þess að hann gerði það, hann lét í sér heyra. Það er engin önnur ástæða fyrir því. Hann er fyrirliðinn, einn reyndasti leikmaður liðsins og besti markvörðurinn í MLS. Hann getur bjargað liðinu frá tapi og breytt því í sigur, hann er það góður. Að fara í leik gegn Argentínu án hans er slæmt."

Verður komið betur fram við Heimi?
Paul Hall, fyrrum landsliðsmaður Jamaíku, hefur verið að þjálfa liðið til bráðabirgða frá því í fyrra. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu fyrr á þessu ári og í dag steig hann fram til þess að segja frá því af hverju hann gerði það.

„Ég varð að segja af mér," sagði Hall og kenndi lélegum aðbúnaði í kringum liðið um það. Hann hefði beðið um ýmislegt en ekki fengið neina aðstoð frá sambandinu. Hann sagði að það hefði verið draumur sinn frá 1998 - þegar hann fór á HM með liðinu - að þjálfa landslið Jamaíku en hann gæti ekki látið bjóða sér upp á svona framkomu.

„Paul Hall hefur verið að stýra liðinu til bráðabirgða og ég held að sumir leikmenn séu ósáttir við það að Hall hafi ekki fengið lengri samning og betri stuðning, en hann sagði af sér því hann var með kröfur sem fótboltasambandið hundsaði. Hann bað um betri æfingavelli, að það yrði betur hugsað um liðið á ferðalögum og fleira. Við spiluðum leik í undankeppni HM í Kanada og það var ekkert hugsað um það að leikmenn þyrftu á betri fötum að halda, hlýrri fötum. Það var ekkert hugsað um það. Landi þinn gæti þurft að hugsa um slíka hluti," segir Wright en Hall var mjög vinsæll og voru margir sem álitu hann fullkominn í starfið.

„Svona er þetta hérna. Ég veit ekki hvort það verði komið betur fram við Heimi en aðra þjálfara. Það verður áhugavert. Við tölum stundum um það hérna að það sé betur komið fram við útlendinga en fólk sem er héðan, frá Jamaíku. Við komum betur við Evrópubúa en okkar eigin fólk. Það verður kannski þannig að það verði passað upp á það að Heimir þurfi ekki að takast á við sömu áskoranir og Hall þurfti að takast á við. En við sjáum til."

Skandall ef Jamaíka fer ekki á HM
Jamaíka hefur ekki komist á heimsmeistaramótið frá 1998 og er stóra markmiðið að komast þangað aftur. Wright gengur svo langt að segja að það yrði skandall ef Jamaíka kemst ekki inn á mótið eftir fjögur ár.

„Ef við komumst ekki á HM 2026 þá væri það algjörlega skelfilegt, allt annað en sæti í lokakeppni HM væri skandall. Við komumst síðast á HM 1998 og höfum ekki komist á mótið síðan þrátt fyrir að við höfum verið með nægilega góð lið til þess að gera það. Það hefur verið lélegt."

„Næsta HM verður haldið í okkar heimsálfu... Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda mótið. Því ætti að vera auðveldara fyrir okkur að komast inn. Ef okkur mistekst að komast inn á mótið, þá yrði það risastórt," segir Wright en þá verður líka búið að fjölga liðum á mótinu í 48.

Það er Gullbikarinn á næsta ári - og verður það fyrsta stórmót Heimir með sitt nýja lið - en Jamaíka er nú þegar komið þangað. Svo er stefnan sett á HM 2026.

Jamaíka mætir Argentínu í vináttulandsleik í Bandaríkjunum 27. september og verður það fyrsti leikur Heimis. Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, og Leon Bailey hjá Aston Villa eru meðal leikmanna í hópnum fyrir þann leik.

Wright nefnir líka Ravel Morrison sem einn af mikilvægari mönnum liðsins en það er athyglisverður leikmaður eins og lesa má um hérna.

Heimir verður að öllum líkindum kynntur til sögunnar í Jamaíku á morgun. Það verður mikil pressa í þessu starfi og örugglega mikið um áskoranir, en ef það er einhver sem getur tekist á við þær og gott betur en það þá er það Eyjamaðurinn geðþekki.

Sjá einnig:
Þetta eru leikmennirnir sem Heimir tekst á við í sínu fyrsta verkefni
Heimir að missa af Toney
Heimir tekur Gumma Hreiðars, Helga Kolviðs og Boxleitner með til Jamaíku
Heimir virðist þurfa að slökkva elda hjá jamaíska landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner