Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 18. nóvember 2025 10:28
Kári Snorrason
Gerði Mjallby að meisturum og stígur frá borði - Aðstoðarþjálfarinn tekur við
Mynd: Mjallby

Anders Torstensson, þjálfarinn sem leiddi Mjällby óvænt til sænska deildarmeistaratitilsins 2025, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Hann verður áfram hjá Mjallby sem tæknilegur stjórnandi.

Aðstoðarþjálfarinn Karl Marius Aksum tekur við keflinu og verður nýr aðalþjálfari liðsins. Aksum hefur starfað hjá Mjallby undanfarin tvö ár og skrifaði undir samning sem aðalþjálfari til 2028.

Í yfirlýsingu félagsins segir Torstensson að hann vilji hætta á toppnum og telji hann þetta rétta augnablikið til að stíga frá borði.

Mjallby átti sögulegt tímabil á síðasta ári þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta sænska meistaratitil og setti jafnframt stigamet. Liðið fékk 75 stig af 90 mögulegum, árangur sem fáir töldu mögulegan fyrir tímabil.

Athugasemdir