Bestur í 19. umferð - Kristinn Jónsson (Breiðablik)
,,Ég bjóst við mjög jöfnum leik og stál í stál frá fyrstu til síðustu mínútu. Þetta var jafnt framan af og KR-ingar voru líklegri en síðan slökknaði á þeim og við gengum okkur lagið og nýttum það," segir Kristinn Jónsson leikmaður 19 .umferðar í Pepsi-deild karla en hann átti stórleik í 4-0 sigri Breiðabliks á KR í gær.
Kristinn skoraði sjálfur fyrsta mark leiksins með frábæru þrumuskoti beint úr aukaspyrnu.
Kristinn skoraði sjálfur fyrsta mark leiksins með frábæru þrumuskoti beint úr aukaspyrnu.
,,Ég hitti hann helvíti vel og það var gaman að sjá hann í netinu. Ég ætlaði fyrst að gefa boltann en síðan voru Óli og strákarnir á bekknum að segja mér að líta á nærstöngina. Mér fannst vera pláss til að setja hann á nær og ég ákvað að láta vaða," sagði Kristinn en varnarveggur KR-inga var ekki öflugur.
,,Ég get ekki sagt það. Þeir fara bara frá og fara í sitthvora áttina. Það leit út fyrir að þeir hafi verið hræddir en maður veit það ekki."
Kristinn hefur skorað þrjú mörk í sumar eftir að hafa nánast ekki skorað neitt undanfarin ár.
,,Ég hef verið að fá ágætis færi síðustu ár til að skora þó að þau hafi verið fleiri núna. Það er búið að ganga aðeins betur að setja hann í netið og maður er orðinn rólegri og reyndari í færunum."
Kristinn hefur átt mjög gott sumar og hann telur að þetta sé besta tímabil sitt á ferlinum eftir vonbrigði í fyrra þar sem meiðsli settu strik í reikninginn.
,,Ég er búinn að vera meiðslalus í nánast allt sumar og það er klárlega að skila sér. Allir aukatímarnir með Kristjáni sjúkraþjálfara eru að skila sér síðan í vetur og ég honum mikið að þakka með æfingar og annað sem ég er búinn að vera að gera. Ég er með nokkrar æfingar sem ég reyni að gera 1-2 í viku og ég var að gera þetta þrisvar í viku í vetur. Það er samansem merki á milli þessa að vera duglegur að gera þetta og vera meiðslalaus, þetta er klárlega að skila sér."
Kristinn var einn af nokkrum fastamönnum úr U21 árs landsliðinu sem voru ekki í liðinu gegn Belgum í síðustu viku.
,,Ég var ósáttur við það en maður verður að bíta í það súra epli að vera ekki valinn. Maður er auðvitað alltaf fúll að vera ekki valinn," sagði Kristinn en valið kom honum á óvart.
,,Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég var búinn að búa mig undir að vera valinn og fannst ég vera búinn að spila nógu vel til að eiga það skilið. Tómas (Ingi Tómasson) og Eyjólfur (Sverrisson) stjórna þessu og það er ekkert við því að gera að minni hálfu."
Breiðablik er eftir sigurinn í gær í fimmta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir en einungis tvö stig eru upp í annað sætið.
,,Við settum þessa þrjá leiki í þessari viku upp sem hraðmót fyrir síðasta leik. Við stefnum ótrauðir á Evrópusæti og verðum núna að ná okkur niður á jörðina fyrir næsta leik gegn Fylki á fimmtudag," sagði Kristinn að lokum.
Sjá einnig:
Leikmaður 18. umferðar - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Leikmaður 17. umferðar - Kolbeinn Kárason (Valur)
Leikmaður 16. umferðar - Baldur Sigurðsson (KR)
Leikmaður 15. umferðar - Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Leikmaður 14. umferðar - Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Leikmaður 13. umferðar - Bjarni Guðjónsson (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Steven Lennon (Fram)
Leikmaður 11. umferðar - Gary Martin (ÍA)
Leikmaður 9. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Leikmaður 7. umferðar - Christian Olsen (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 5. umferðar - Sam Tillen (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Kennie Chopart (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Leikmaður 2. umferðar - Frans Elvarsson (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Athugasemdir