Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. maí 2012 12:45
Magnús Már Einarsson
Bestur í 5. umferð: Nuddaði mér ekki upp úr þessu
Sam Tillen (Fram)
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég var nokkuð sáttur með mína frammistöðu en það mikilvægasta var að við unnum í gær eftir slæm byrjun. Við héldum hreinu og getum vonandi byggt á þessari frammistöðu," segir Sam Tillen, vinstri bakvörður Fram, en hann er leikmaður 5. umferðar á Fótbolta.net eftir frammistöðu sína í 2-0 sigrinum á Breiðabliki í gær.

Framarar komu sterkir til baka í gærkvöldi eftir 2-0 tap gegn Selfyssingum fyrr í vikunni.

,,Selfoss leikurinn var hrikalegur og við þurftum að sýna karakter og ná í þrjú stig í gær. Þetta var ekki besti leikur í heimi, við þurftum bara að ná sigurinn og mér fannst við vera mun betra liðið í gær. Við sköpuðum mikið af færum og vörðumst vel, þeir sköpuðu engin færi."

Sam spilaði gegn Joe bróður sínum gegn Selfyssingum en sá síðarnefndi skoraði í leiknum.

,,Það var ekki gaman. Við vorum búnir að ákveða að hittast og fá okkur ís sama hvernig myndi fara en hann hagaði sér vel og var ekki að nudda mér upp úr þessu."

,,Ég var glaður fyrir hönd Joe að hann skoraði, hann vildi sanna sig og mér fannst hann gera það. Ég þekki nokkra leikmenn hjá Selfyssinga, þetta eru fínir strákar en þegar þú spilar gegn einhverjum sem þú þekkir þá viltu vinna hann og vonandi getum við snúið þessu við þegar við mætum þeim á Selfossi."


Framarar töpuðu einungis einum leik á undirbúningstímabilinu en liðið hefur ekki byrjað jafn vel í Pepsi-deildinni og er með sex stig eftir fimm umferðir.

,,Mér finnst við ekki hafa spilað illa. Við verðskulduðum að vinna Val en þeir nýttu færin sín á meðan við gerðum það ekki. Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt gegn FH, við unnum Grindavík og Selfoss leikurinn var ekki nógu góður. Það var mikilvægt að koma til baka eftir Selfoss leikinn, svona frammistaða á ekki að sjást aftur."

Sam kom til Íslands frá Englandi árið 2008 og hann kann mjög vel við sig hér á landi.

,,Ég vil ekki fara aftur til Englands á næstunni, ég nýt þess að spila og búa hér. Ég vil ná velgengni með Fram og vonandi kemur það því að allt annað gengur vel hjá mér. Það væri gaman að ná að vinna titil."

,,Okkur gekk vel í vetur en það er búið núna og við þurfum að einbeita okkur að sumrinu. Þetta er líklega besti hópurinn sem við höfum haft síðan ég kom hingað en við þurfum að ná góðum úrslitum til að geta unnið titla,"
sagði Sam að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 4. umferðar - Kennie Chopart (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Leikmaður 2. umferðar - Frans Elvarsson (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner