Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. júní 2012 15:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 6. umferð: Þýðir ekkert fyrir mig að stríða honum
Atli Guðnason (FH)
Atli í leiknum á laugardag.
Atli í leiknum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er mjög ánægður með þetta. Það er alltaf gaman að fá smá hrós," segir Atli Guðnason leikmaður 6. umferðar í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net. Atli fór á kostum í sóknarleik FH-inga í 8-0 sigri liðsins gegn Fylki á laugardag.

,,Það má segja að allt hafi gengið upp bæði varnar og sóknarlega. Þetta var besti leikurinn okkar í sumar. Við erum góðir í fótbolta og góðir á boltanum og ef við fáum tíma og pláss þá er erfitt að stoppa okkur."

FH-ingar töpuðu gegn KR í fimmtu umferðinni og voru staðráðnir í að koma sterkir til baka á laugardag.

,,Við vorum mjög pirraðir og það er auðveldast að svara því á vellinum. Við vorum mjög klárir í þennan leik, það sást strax í klefanum og í upphitun."

FH er með þrettán stig í öðru sæti í Pepsi-deildinni og Atli segir að markmiðið sé að vinna titilinn.

,,Markmiðið hjá mér og markmiðið í krikanum er að verða meistari, það er klárt. Við erum að spila ágætlega en við tökum einn leik í einu og sjáum hvert það fleytir okkur."

Árni Freyr Guðnason, bróðir Atla, leikur með Fylki og hann spilaði allan leikinn á laugardag.

,,Það var leiðinlegt að horfa upp á hann alveg brjálaðan á miðjunni," sagði Atli sem hefur ekki verið nudda Árna upp úr úrslitunum enda mætast FH og Fylkir aftur í Borgunar-bikarnum á föstudag.

,,Það er annar leikur á föstudaginn og það þýðir ekkert fyrir mig að stríða honum ef við töpum síðan á föstudaginn. Fyrst þurfum við að vinna báða leikina áður en ég get farið að stríða einhverjum," sagði Atli að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 5. umferðar - Sam Tillen (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Kennie Chopart (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Leikmaður 2. umferðar - Frans Elvarsson (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner