Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. júlí 2012 16:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 12. umferð: Auðveldara að fara ef staðan batnar
Leikmaður 12. umferðar - Steven Lennon (Fram)
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þetta var líklega besti leikur tímabilsins hjá mér. Eftir það sem hefur verið í gangi utan vallar var gott að ná sigri, skora mark og spila vel," sagði Steven Lennon framherji Fram við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 12. umferðar í Pepsi-deildinni.

Lennon var mjög sprækur í 2-0 sigri Fram á Val í gær en hann skoraði annað markið með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu.

,,Ég hef verið að æfa aukaspyrnurnar og það var gaman að sjá þetta ganga í leik. Tillen vill vanlega taka þessar aukaspyrnur en ég sagði honum að stíga til hliðar," sagði Lennon hlægjandi en hann fékk sjálfur aukaspyrnuna þegar Haukur Páll Sigurðsson átti grófa tæklingu og fékk að líta rauða spjaldið.

,,Þetta var heimskulegt. Þeir voru auðvitað svolítið pirraðir eftir að hafa fengið á sig vítaspyrnu. Strákurinn missti boltann en þetta var heimskuleg tækling. Hann þurfti ekki að gera þetta, það var varnarmaður fyrir framan mig og hann hefði getað stoppað mig frekar en að taka tveggja fóta tæklingu aftan frá."

Lennon var mikið í fréttum í síðustu viku eftir að Fram hafnaði tilboði frá KR í hann. Lennon lýsti því í kjölfarið yfir að hann vildi fara frá Fram en hann segir það ekki hafa truflað í gær.

,,Það sem gerðist fyrir nokkrum dögum er í fortíðinni núna. Ég var aðallega svekktur yfir að Fram lét mig ekki vita af tilboði KR en ég þurfti að spila vel. Það var enginn tilgangur í því fyrir mig að fara í fýlu og spila illa því það hjálpar mér ekki ef ég vil komast í lið erlendis," sagði Lennon sem hefur heyrt af áhuga hjá erlendum félögum.

,,Ég hef heyrt það en ég einbeiti mér bara að mínum leik. Ef ég stend mig vel munu vonandi koma tilboð erlendis frá, ég vil fara þangað. Ég ætla að standa mig áfram vel á Íslandi og þá veit maður aldrei hvað gerist. Ég held að flestir leikmenn á Íslandi vilji spila erlendis og ef ég stend mig vel og liðið þá er ég viss um að félög fylgjast með."

Lennon vonast til að komast erlendis í þessum eða næsta mánuði á meðan félagaskiptaglugginn í Evrópu er opinn. Hann býst ekki við að klára samning sinn hjá Fram en hann rennur út eftir næsta tímabil.

,,Ég er samningsbundinn ár í viðbót en vonandi geti ég farið í stærri verkefni. Vonandi get ég tekið skref fram á við á mínum ferli frekar en að vera áfram hér á næsta ári."

,,Framarar gáfu mér tækifæri hér og ég vil spila vel, skora mörk og hjálpa liðinu að fá stig. Ef að við verðum í góðri stöðu þegar félagaskiptaglugginn lokar þá gæti verið auðveldara fyrir Fram að leyfa mér að fara,"
sagði Lennon að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 11. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Leikmaður 7. umferðar - Christian Olsen (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 5. umferðar - Sam Tillen (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Kennie Chopart (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Leikmaður 2. umferðar - Frans Elvarsson (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner