Leikmaður 9. umferðar: Atli Guðnason (FH)
,,Ég bjóst við mjög erfiðum leik sem á endanum varð kannski ekki. Þetta byrjaði svolítið strembið en eftir fyrsta markið var þetta nokkuð þægilegt," segir Atli Guðnason leikmaður FH en hann er leikmaður 9. umferðar í Pepsi-deildinni á Fótbolta.net eftir magnaða frammistöð í 7-2 sigrinum á FH. Atli fór á kostum í sóknarleik FH-inga og skoraði þrennu í leiknum.
FH-ingar hafa skorað 27 mörk í fyrstu 9 umferðum deildarinnar en sóknarleikur liðsins hefur verið frábær í sumar.
,,Þetta er eins og ég vil að FH liði spili. Við höldum boltanum vel og erum að dreifa honum vel og þreyta andstæðinginn. Öðruvísi en undanfarin ár þá erum við að sprengja upp, komast aftur fyrir þá og skora fullt af mörkum."
Atli skoraði sjálfur þrennuna undir lok leiks en hann haltraði eftir markið. ,,Það var gaman að skora fyrstu þrennuna í efstu deild. Ég fór í skallabolta í uppspilinu og sparkaði í sjálfan mig í leiðinni. Ég var aðeins haltrandi, þetta var smá högg sem ég fékk en ég jafnaði mig strax eftir leik."
Atli hefur skilað 62 stigum í hús Fantasy leik Fótbolta.net í sumar og vinir hans hafa notið góðs af.
,,Ég fæ oft skilaboð frá félögum sem eru að spila þetta og eru ánægðir með þetta. Þeir gleðjast kannski extra mikið þegar ég skora núna út af Fantasy leiknum."
Næsti leikur FH er á fimmtudagskvöld en þá mætir liðið USV Eschen-Mauren frá Liechtenstein í Evrópudeildinni.
,,Skemmtilegustu leikirnir eru í Evrópukeppninni. Við erum vanir því að spila í mörgum keppnum og ég hefði viljað vera í bikarnum líka en það er víst ekki allt hægt í þessu," segir Atli en hann rennir blint í sjóinn fyrir leikinn á fimmtudag.
,,Ég veit ekkert um þetta lið. Ég veit að það spilar í Sviss og vann bikarkeppnina í Liechtenstein í fyrra. Þeir unnu Vaduz, liðið sem Gulli var í. Þeir hljóta að vera með ágætis lið fyrst að þeir gátu unnið Vaduz sem er atvinnumannalið og hefur verið lengi í Evrópukeppni. Við verðum bara að mæta klárir og á tánum til að eiga möguleika á að vinna þennan leik."
Sjá einnig:
Leikmaður 8. umferðar - Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Leikmaður 7. umferðar - Christian Olsen (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 5. umferðar - Sam Tillen (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Kennie Chopart (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Leikmaður 2. umferðar - Frans Elvarsson (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Athugasemdir