Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. maí 2012 12:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. umferð: Grindavík vildi ekki fá mig á æfingar
Frans Elvarsson (Keflavík)
Frans Elvarsson.
Frans Elvarsson.
Mynd: Keflavík
Frans í leik með Njarðvík á sínum tíma.
Frans í leik með Njarðvík á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Mynd: Kristiansund
,,Ég átti nokkra ágætis leiki í lok tímabils í fyrra en það er engin spurning að þetta er besti leikur minn hingað til. Ég hef verið í einkaþjálfun hjá Einari Inga Kristjánssyni í vetur og það er að skila sér núna, ég er í fínu formi," segir Frans Elvarsson miðjumaður Keflvíkinga en hann er leikmaður 2. umferðar í Pepsi-deildinni eftir frammistöðu sína í 4-0 sigri á Grindavík í gær.

,,Það er alltaf hrikalega ljúft að vinna Grindvíkinga. Það var gaman að koma í skólann í dag og sjá Grindvíkinga þar," sagði Frans sem var í íslensku prófi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja morgun.

,,Það gekk mjög vel. Ég ætlaði aðeins að læra þegar ég kom heim í gær en það gekk ekki alveg nógu vel, maður var ennþá í sigurvímu."

Frans skoraði tvö fyrstu mörk Keflvíkinga í 4-0 sigrinum í gær en hann hefur ekki verið þekktur fyrir að skora mörg mörk í gegnum tíðina. Frans segir langt síðan hann skoraði tvö mörk í sama leiknum.

,,Það hefur líklega verið í yngri flokkunum, ég man ekki einu sinni eftir því. Þetta er vonandi bara byrjunin á því sem koma skal."

Pælum ekkert í þessum spám:
Keflvíkingum er ekki spáð góðu gengi í sumar en Frans segir að fallbarátta sé ekki til í þeirra orðabók.

,,Við erum ekkert að pæla í þessum spám. Við vitum hvað liðið getur, það er gífurlegur kraftur í liðinu og góð blanda af þessum reynslumeiri leikmönnum og þeim ungu. Við ætlum að afsanna þessa spá og sýna að það er ekkert í þær varið. Það er ekki séns að við förum í fallbaráttu."

Frans, sem er 21 árs, er uppalinn hjá Sindra á Höfn í Hornafirði en þegar hann fór í menntaskóla ákvað hann að flytja í Reykjanesbæ.

,,Ég fór í íþróttaakademíuna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fór í Njarðvík. Freyr Sverrisson hjálpaði mér að koma hingað," sagði Frans sem vildi fara í Grindavík þegar hann yfirgaf Njarðvík haustið 2010.

,,Ég vildi taka skref upp á við og talaði við tvö lið. Ég talaði fyrst við Grindavík þegar ég fór frá Njarðvík. Þeir vildu ekki fá mig á æfingar en Keflavík vildi fá mig og það var síðan gaman að skora á móti Grindavík í gær. Þeir hefðu betur fengið mig til sín á æfingar á sínum tíma," sagði Frans léttur í bragði.

Pabbi keyrir 1000 kílómetra til að horfa á leik:
Frans fær góðan stuðning í boltanum en faðir hans reynir að mæta á sem flesta leiki þrátt fyrir að búa á Höfn í Hornafirði. Faðir hans hikar ekki við að keyra tæplega 500 kílómetra hvora leið til að mæta á leiki hjá Frans.

,,Hann keyrir stundum á leik og fer heim sama kvöld eða daginn eftir. Hann komst ekki í gær en fylgdist með textalýsingum og hringdi síðan í mig eftir Pepsi-mörkin til að óska mér til hamingju," sagði Frans við Fótbolta.net í dag.

,,Hann er búinn að mæta á marga leiki á undirbúningstímabilinu og hann ætlar að reyna að mæta á marga leiki í sumar. Þegar ég var í Njarðvík keyrði hann út um allt land til að mæta á útileiki. Hann hefur gaman að þessu"
Athugasemdir
banner
banner
banner