Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 22. maí 2012 13:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 4. umferð: Íslensku stelpurnar fallegri en þær dönsku
Kennie Chopart (Stjarnan)
Kennie Chopart.
Kennie Chopart.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
,,Ég var svo ánægður með að ná að skora að ég gat ekki sofið í nótt," segir Kennie Chopart leikmaður Stjörnunnar en hann átti stórleik í 4-1 sigri liðsins gegn Grindavík í gær. Kennie skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðrum þremur en hann er leikmaður 4. umferðar hér á Fótbolta.net.

,,Ég var allt í lagi í fyrstu þremur leikjunum en í gær náði ég mér betur á strik og ég vona að ég nái að fylgja þessu eftir."

Stuðningsmenn Stjörnunnar fjölmenntu til Grindavíkur í gær og ,,Silfurskeiðin" lét vel í sér heyra.

,,Stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Það var fullt af fólki sem söng allan leikinn og það hjálpaði okkur mikið að vinna leikinn."

Kennie gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið og hann segist vera að komast betur inn í leikstíl lðisins.

,,Ég er farinn að skilja betur hvernig liðið spilar. Ég og Jói Laxdal erum farnir að ná nokkuð vel saman hægra megin, við erum farnir að þekkjast betur og spila vel. Ég og Mads Laudrup erum líka farnir að þekkja inn á hvern annan og ég veit að þetta á eftir að ganga vel."

Stjarnan er með átta stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar og Kennie er bjartsýnn á að liðið verði í efri hlutanum í sumar.

,,Markmiðið mitt og liðsins er að enda í topp þremur. Ef við náum betri árangri en það þá er það gott en markmiðið er að enda í topp þremur."

Þrír danskir leikmenn eru í liði Stjörnunnar en það eru Kennie, Mads og Alexandre Scholz. Kennie segir að það sé þægilegt að hafa landa sína í liðinu.

,,Það er gott að hafa einhvern til að tala við á dönsku utan vallar. Ég og Alexander búum líka á sama stað og okkur kemur vel saman," segir Kennie sem kann vel við sig á Íslandi.

,,Ég elska Ísland. Þetta er mjög svipað og í Danmörku og mér líður eins og heima hjá mér. Ég veit ekki um hina dönsku strákana en mér líður allavega eins og ég sé heima."

Kennie er einnig mjög hrifinn af íslensku kvenfólki. ,,Þær eru mjög fallegar. Það er erfitt að bera þær saman við þær dönsku en við skulum segja að þær séu fallegri hér," sagði Kennie léttur í bragði að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 3. umferðar - Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Leikmaður 2. umferðar - Frans Elvarsson (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner