Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. ágúst 2012 12:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 17. umferð: Skil ekki hvað þeir eru að væla
Leikmaður 17. umferðar - Kolbeinn Kárason (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þetta er mjög gaman, ég held að ég hafi aldrei verið valinn leikmaður umferðarinnar," sagði Kolbeinn Kárason framherji Vals en hann er leikmaður 17. umferðar í Pepsi-deild karla. Kolbeinn skoraði tvívegis og var síógnandi í framlínu Vals í 4-0 útisigri gegn Keflvíkingum í gær.

,,Þetta var síst of stór sigur. Við hefðum alveg getað sett fleiri. Við áttum nokkur stangarskot og þetta var aldrei í hættu."

Keflvíkingar voru ósáttir við dómgæsluna í leiknum en þeir misstu Hilmar Geir Eiðsson af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik.

,,Mér fannst dómgæslan vera mjög fín og ég skil ekki hvað þeir eru að væla," sagði Kolbeinn sem er ekki sammála Keflvíkingum um að Valsarar hafi verið grófir í leiknum í gær.

,,Ég blæs á það. Þeir fengu verðskuldað rautt spjald og mér fannst þeir vera mun grófari en við. Ég skil ekki hvaða væl þetta er í þeim."

Eftir mörkin í gær hefur Kolbeinn skorað sjö mörk í sumar og hann er sáttur með þá uppskeru.

,,Ég kem inn í sumarið sem varamaður og ég er mjög sáttur við að vera búinn að skora þessi sjö mörk. Ég vissi alveg að ég myndi fá tækifæri og að ég myndi nýta það."

Kolbeinn var á sínum tíma Íslandsmeistari í hnefaleikum en hann hefur lagt boxhanskana alveg á hilluna. ,,Ég er bara í fótboltanum í dag. Ég vil láta taka mig alvarlega sem fótboltamann en ekki sem boxara."

Valsmenn hafa tapað og unnið til skiptis að undanförnu og óhætt er að kalla þá jó-jó lið.

,,Ég held að við séum með þrjú stig af 18 mögulegum eftir sigurleik og það er skelfilegt. Þetta er eitthvað sem við ætlum að breyta strax í næsta leik."

Valur er með 24 stig í sjötta sæti deildarinnar en einungis þrjú stig eru upp í þriðja sætið.

,,Við förum í hvern leik til að vinna og við viljum klárlega vera ofar en við erum. Það er stutt upp en það er stutt niður líka. Við stefnum klárlega á Evrópusæti."

Sjá einnig:
Leikmaður 16. umferðar - Baldur Sigurðsson (KR)
Leikmaður 15. umferðar - Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Leikmaður 14. umferðar - Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Leikmaður 13. umferðar - Bjarni Guðjónsson (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Steven Lennon (Fram)
Leikmaður 11. umferðar - Gary Martin (ÍA)
Leikmaður 9. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Leikmaður 7. umferðar - Christian Olsen (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 5. umferðar - Sam Tillen (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Kennie Chopart (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Leikmaður 2. umferðar - Frans Elvarsson (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner