Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 13. ágúst 2012 13:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 15. umferð: Vona að ég sé Cole
Leikmaður 15. umferðar: Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Pape í leiknum í gær.
Pape í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er mjög sáttur við að vera valinn leikmaður umferðarinnar, þetta er í fyrsta skipti í efstu deild og ég er gríðarlega sáttur með þetta," sagði Pape Mamadou Faye við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 15. umferðar í Pepsi-deild karla.

Grindvíkingar unnu Stjörnuna 4-3 í gær þar sem Pape skoraði og fór á kostum í sóknarleik Grindvíkinga. Pape spilaði frammi með Tomi Ameobi og þeir náðu vel saman í leiknum.

,,Þegar ég og Tomi erum heilir þá er ekki mikill möguleiki fyrir varnarmennina. Við vorum að ná vel saman í gær og erum báðir sáttir við frammistöðu okkar. Við ætlum að sjálfsögðu að halda áfram svona."

,,Í vetur áttum við í basli með að spila saman en þetta hefur verið að smella saman og við erum að læra á hvorn annan. Í gær vorum við duglegir að tala og hjálpa hvor öðrum og það skilar sér í þessum fjórum mörkum sem við skoruðum í gær."


Í Pepsi-mörkunum í gær var samstarfi Tomi og Pape líkt við samvinnu Dwight Yorke og Andy Cole í framlínu Manchester United á sínum tíma.

,,Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá þetta, það var fyndið að sjá þetta í sjónvarpinu. Ég tek þessu sem hrósi því að það vita allir hverjir Andy Cole og Dwight Yorke eru, þeir voru góðir í fótbolta. Ég vona bara að ég sé Andy Cole og hann sé Yorke."

,,Maður leit upp til þessara leikmanna þegar maður var lítill. Þeir voru frábærir framherjar og náðu vel saman en það er leiðinlegt að þeir hafi verið United menn," sagði Pape léttur í bragði en hann er sjálfur stuðningsmaður Liverpool.

Pape lék á sínum tíma átta leiki með U19 ára landsliði Íslands en í Pepsi-mörkunum í gær sagði Hjörvar Hafliðason að það yrði gaman að sjá hann fá tækifæri með U21 árs landsliðinu.

,,Það var gaman að heyra þetta hjá Hjöbba Ká, hann er þvílíkur fagmaður. Ég hef ekkert verið að hugsa um landsliðið en það er alltaf gaman að spila fyrir hönd landsliðsins. Það væri ekki leiðinlegt að fá tækifæri, ég yrði ánægður með það og myndi berjast fyrir hönd Íslands. Það eru þjálfararnir sem ráða því en vonandi hugsa þeir málið," sagði Pape að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 14. umferðar - Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Leikmaður 13. umferðar - Bjarni Guðjónsson (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Steven Lennon (Fram)
Leikmaður 11. umferðar - Gary Martin (ÍA)
Leikmaður 9. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Leikmaður 7. umferðar - Christian Olsen (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Leikmaður 5. umferðar - Sam Tillen (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Kennie Chopart (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Leikmaður 2. umferðar - Frans Elvarsson (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner