Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 23. maí 2014 08:15
Alexander Freyr Tamimi
Úrvalslið 5. umferðar - Tveir frá Þór og Víkingi
Hlynur Atli var öflugur í sigri Þórs.
Hlynur Atli var öflugur í sigri Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur var frábær í marki Framara.
Ögmundur var frábær í marki Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferð Pepsi-deildarinnar fór fram í gærkvöldi og var boðið upp á góða skemmtun.

Nýliðar Víkings sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja með 2-1 sigri og eiga tvo fulltrúa í liði umferðarinnar; Þá Igor Taskovic og Todor Hristov.

Framarar gerðu 1-1 jafntefli við Breiðablik þar sem Ögmundur Kristinsson fór hamförum í marki þeirra bláklæddu og er hann verðskuldað í liði umferðarinnar. Þórður Ingason var einnig frábær gegn KR í Grafarvogi, en Ögmundur var enn betri.

Í Grafarvoginum, þar sem Fjölnir og KR gerðu 1-1 jafntefli, eru þeir Haukur Lárusson hjá Fjölni og Gary Martin í liði umferðarinnar. Ekki bara af því þeir skoruðu, Gary var frábær fram á við og sífellt ógn og Haukur var öflugur í hjarta varnarinnar.

Þór vann 5-2 sigur gegn Fylki á Akureyri og þeir Hlynur Atli Magnússon og Jóhann Helgi Hannesson komast báðir verðskuldað í liðið.

Þeir Elías Már Ómarsson, Davíð Þór Viðarsson, James Hurst og Daníel Laxdal eru einnig í liðinu úr leikjum Keflavíkur og FH, og Stjörnunnar og Vals, sem báðir enduðu með 1-1 jafntefli.



Úrvalslið 5. umferðar:
Ögmundur Kristinsson - Fram

Daníel Laxdal - Stjarnan
Igor Taskovic - Víkingur R
Haukur Lárusson - Fjölnir
James Hurst - Valur

Elías Már Ómarsson - Keflavík
Hlynur Atli Magnússon - Þór
Davíð Þór Viðarsson - FH
Todor Hristov - Víkingur R

Gary Martin - KR
Jóhann Helgi Hannesson - Þór

Fyrri úrvalslið:
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner