Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 09. júní 2014 11:42
Alexander Freyr Tamimi
Hörður Björgvin Magnússon spáir í leiki 7. umferðar
Hörður Björgvin spáir í 7. umferð.
Hörður Björgvin spáir í 7. umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður tippar á sigurmark frá Þóri Guðjóns gegn FH.
Hörður tippar á sigurmark frá Þóri Guðjóns gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sjöunda umferð Pepsi-deildarinnar rúllar af stað seinni partinn í dag með tveimur leikjum.

Fótbolti.net fékk Hörð Björgvin Magnússon, leikmann Spezia á Ítalíu, til að spá fyrir um úrslit sjöundu umferðarinnar.

Hörður Björgvin er nýkominn í sumarfrí, en lið hans Spezia var í umspili um sæti í ítölsku Seríu A en tókst ekki að fara alla leið.

Þessi 21 gamli varnarmaður hefur verið lykilmaður í U21 landsliði Íslands og var valinn í A-landsliðið á dögunum, en gat ekki tekið þátt vegna verkefna með Spezia.

Um leikina í 7. umferð Pepsi-deildarinnar hefur hann þetta að segja:

Víkingur R 0 - 2 Þór (17:00 í dag)
Þessi leikur getur bara farið á einn veg, þetta er öruggur Þórssigur enda komnir á réttu brautina. Bankamennirnir Sveinn Elías og Hlynur Atli henda i tvö mörk. Sveinn Elías nær að koma Þórsurum yfir með fáranlegri fyrirgjöf frá hinum snögga Shawn. Síðan setur Hlynur Atli screamer af 30 metrunum.

ÍBV 0 - 0 Valur (17:00 í dag)
Ég tippa á að ÍBV haldi hreinu og þetta verður steindautt jafntefli.

Fram 1 - 0 Keflavík (19:15 á morgun)
Gott varnarskipulag skilar sigri í fyrsta leik á Laugardalsvelli i sumar. Arnþór ári kemur með mark á fyrstu 30 mínútunum, eftir það sækja Keflvíkingar hart og þétt að Frömurum en ná ekki að pota honum inn.

Fjölnir 1 - 0 FH (19:15 á miðvikudag)
Þetta verður stórleikur og ég mun tippa á það að Þórir Guðjóns (Tóti) muni koma með mark sumarsins og þetta mark verður negla frá kantinum að hætti John Arne Riise. 1-0 verður loka staðan

Fylkir 1 - 2 Breiðablik (19:15 á miðvikudag)
Held nú að Breiðblik nái í sín fyrstu þrjú stig undir stjórn Gumma Ben. Það er hinn ný klippti Árni Vill sem setur tvö mörk en hjá Fylkismönnum verður það Sósa sem hendir í eitt skallamark.

Stjarnan 0 - 2 KR (20:00 á miðvikudag)
KR-ingar verða sterkir og halda hárri pressu á Stjörnumönnum sem eiga erfitt með sóknarmenn KR-inga. Þorsteinn Már skilar einu og það er hinn ný kvænti Emil Atla sem lúðrar seinna markinu fyrir Vesturbæjarliðið

Sjá einnig:
Róbert Aron Hostert spáir í 5. umferð (3 réttir)
Áslaug Arna spáir í 4. umferð (5 réttir)
Felix Bergsson spáir í 2. umferð (3 réttir)
Gummi Steinars spáir í 1. umferð (4 réttir)
Athugasemdir
banner
banner